STUTT LÝSING
Nemendur kynna sér skóframleiðslu, teikna síðan og móta skó.
HÆFNIVIÐMIÐ
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu
- gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
- greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More
- túlkað listaverk og hönnunMótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld. More með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði
KVEIKJA
Hafið þið átt uppáhaldsskó? Ef svo er, af hverju voru þeir eða eru uppáhaldsskórnir ykkar?
Ræður tíska í hvernig skóm þið eruð? Í hverju felst tíska? Er það formið, efnið, liturinn eða
af því einhverjir frægir nota svoleiðis skó? Hafa allir rétt á að ganga í skóm? Hvað þarf að hafa í huga þegar skór eru búnir til?
Verkefnið er að teikna og móta skó, m.ö.o. að byrja á tvívíddÞað er lengd og breidd. Hlutir í tvívídd eru flatir eins og pönnukaka. Þeir hafa hafa semsagt hæð og breidd en enga þykkt. Tvívíð teikning sýnir eingöngu eina hlið á fyrirmyndinni. More og færa sig yfir í þrívíddÞað er lengd, breidd og hæð. Allt í kringum okkur eru þrívíðir hlutir eins og stólar, borð, styttur, leikföng, námsgögn og fleira. Teikningar og ljósmyndir eru oftast af þrívíðum hlutum en það eru myndirnar sjálfar sem eru í tveimur víddum (lengd og breidd). More.
Með þessu móti eruð þið að kanna hvort þið sjáið hlutina á annan hátt í tvívíddÞað er lengd og breidd. Hlutir í tvívídd eru flatir eins og pönnukaka. Þeir hafa hafa semsagt hæð og breidd en enga þykkt. Tvívíð teikning sýnir eingöngu eina hlið á fyrirmyndinni. More en þrívíddÞað er lengd, breidd og hæð. Allt í kringum okkur eru þrívíðir hlutir eins og stólar, borð, styttur, leikföng, námsgögn og fleira. Teikningar og ljósmyndir eru oftast af þrívíðum hlutum en það eru myndirnar sjálfar sem eru í tveimur víddum (lengd og breidd). More.
FRAMKVÆMD
TeikningSú grein myndlistar sem byggir á því að dregnar eru línur á slétt undirlag, oftast pappír, með hjálp blýants, penna, krítar eða annars áhalds sem skilur eftir sig spor. Áhersla er lögð á útlistun forma frekar en notkun lita. Teikningar eru oft einlitar eða með mjög takmarkaðan litaskala. More og mótun
TeikningSú grein myndlistar sem byggir á því að dregnar eru línur á slétt undirlag, oftast pappír, með hjálp blýants, penna, krítar eða annars áhalds sem skilur eftir sig spor. Áhersla er lögð á útlistun forma frekar en notkun lita. Teikningar eru oft einlitar eða með mjög takmarkaðan litaskala. More af skó. Sami skór mótaður í hvítan steinleirSteinleir er oftast grá- eða brúnleitur og það eru málmsölt og ýmis lífræn efni sem gefa honum ólíka liti og áferð. Hægt er að nota hann í alla leirmótun, bæði fyrir nytjahluti og skúlptúra. Hann er oftast brenndur á bilinu 1240-1290°C og gerir þessi mikli hiti hann sterkan. Steinleirinn er því ekki gljúpur eins og jarðleirinn, sem þýðir að hann heldur vatni. Algengt er að gólfflísar séu unnar í steinleir svo og ýmsir nytjahlutir. More og litaður að innan með oxíði, glerjað með þunnum glerungi yfir hann allan.
TeikningSú grein myndlistar sem byggir á því að dregnar eru línur á slétt undirlag, oftast pappír, með hjálp blýants, penna, krítar eða annars áhalds sem skilur eftir sig spor. Áhersla er lögð á útlistun forma frekar en notkun lita. Teikningar eru oft einlitar eða með mjög takmarkaðan litaskala. More af skó. Sami skór mótaður í rauðleir.
Skórinn málaður með bláum leirlit og glerjaður með glærum glerungi.
- Hver nemandi kemur með einn skó til að hafa sem fyrirmynd í teikningu og mótun. Skoða á grunnformið vel og önnur formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More s.s. hæl, tungu eða rennilás og síðan á að teikna hann.
- Næst er að móta skóinn í leir. Áður en það er gert þarf að skoða betur áferðÚtlit yfirborðs. Áferð er fjölbreytt, hún getur verið gróf, slétt, loðin, hrjúf o.s.frv. Hægt er að tala um áferð á þrívíðum hlut eins og stein, hraunmola og trékassa. Þá er vísað í snertingu. En það er líka hægt að tala um áferð teikningar og málverks. Þá er vísað í það sem augað sér. (e. texture) More og ýmis smáatriðiAðalatriði og smáatriði vísar í myndefnið og hvernig það er unnið. Aðalatriði er það sem augað nemur fyrst. Smáatriði eru mjög mikilvæg þegar heildin er skoðuð. Þau geta t.d. falist í nákvæmri litanotkun, teikningu, áferð eða endurtekningu. More t.d. reimar og ákveða hvort öll atriðin verði mótuð í leir eða hvort önnur efni verði notuð með leirnum. Það væri t.d. hægt að nota venjulegar reimar.
- Skórinn er nú teiknaður í réttri stærð, ef einhverjir vilja minnka hann eða stækka þá er það í lagi svo lengi sem aðalforminu er haldið sem næst fyrirmyndinni.Ef skórinn er unninn í réttri stærð er hann settur á blað og línaLína hefur upphaf og endi í punkti. Hún getur haft fjölbreytta lögun, verið óregluleg og regluleg, bein, hlykkjótt, loðin, áberandi, gróf, fíngerð o.s.frv. More dregin eftir skóbotninum og sniðið klippt út.
- Í mótun hliðanna er hægt að fara tvær leiðir. Ein er að fylgja teikningunni eða skónum sjálfum eftir, önnur er að klippa út snið af hliðunum og bera það við leirskóinn öðru hvoru í mótunarferlinu.
- Ef skóstærðinni er breytt er aðeins hægt að horfa á skóinn sjálfan eða teikninguna meðan verið er að móta hann.
- Verkfæri, viðarplata og snúningsdiskur eru tekin fram.
- Leirinn er hnoðaður, sjá bls. 25 í bókinni Leirmótun-keramik fyrri alla. Hann er því næst flattur út í plötu fyrir botninn, sjá plötuaðferð bls. 34.
- Sniðið af skóbotninum er lagt á leirinn og skorið út með fram því.
- Mælt er með að slönguaðferðAðferðin felst í því að búnar eru til lengjur úr leir og þeim síðan vafið upp hring eftir hring. Að lokum er yfirborðið sléttað út með fingrum eða sköfu. More sé notuð til að forma hliðar skósins, sjá bls. 31, það er líka hægt að nota plötuaðferð og fylla upp í með leirbútum.
- Ágætt er að setja krumpað dagblað inn í skóinn til að styðja við hann, ef leirinn er mjúkur eða skórinn er þannig í laginu.
- Þegar skórinn er orðinn nokkuð þurr er farið að vinna smáatriðin, s.s. tungu, smellur eða annað. Það má líka breyta lit eða skreyta hann á einhvern hátt til að gera hann furðulegan eða ævintýralegan, ef hugmyndaflugið nær tökum á viðkomandi.
- Hægt er að skera út mynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More eða búa til áferðÚtlit yfirborðs. Áferð er fjölbreytt, hún getur verið gróf, slétt, loðin, hrjúf o.s.frv. Hægt er að tala um áferð á þrívíðum hlut eins og stein, hraunmola og trékassa. Þá er vísað í snertingu. En það er líka hægt að tala um áferð teikningar og málverks. Þá er vísað í það sem augað sér. (e. texture) More strax eftir mótun eða eftir að hann er orðinn þurr.
- Skórinn er hrábrenndur eftir nokkra daga eða þegar hann er orðinn vel þurr, sjá bls. 42.
- Ef nota á leirliti, sjá bls. 45–47, má lita með þeim fyrir eða eftir hrábrennslu.
- Eftir hrábrennslu er glerjað með pensilgerungi, sjá bls. 50, eða dýft í glæran glerung, sjá bls. 49.
- Einnig má sleppa gljábrennslu og lita skóinn með skósvertu eða akrýllitum eftir hrábrennslu. Terrago skósverta hefur reynst vel á leir.
- Nemendur sýna skóinn sinn ásamt teikningu.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvaða munur fannst þér vera á skónum þegar þú teiknaðir hann eða þegar þú varst að móta hann?
Sástu hann á einhvern annan hátt? Finnst þér skórinn vera öðruvísi núna þegar búið er að teikna hann og móta?
ÍTAREFNI
Leitarorð: shoes | making shoes
Á vefnum er annað verkefni þar sem æfingin felst í því að fylgja nákvæmlega útlínum skós með augunum og teikna hann án þess að líta á blaðið (e. blind contour drawing).
ALDUR
Miðstig
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, sjálfbærni, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
6 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista, samfélagsgreina og hönnunar og smíði.
EFNI OG ÁHÖLD
- akrýllitirAkrýl er málning sem gerð er úr litadufti, vatni og plastbindiefni. Akrýllitir þorna mjög hratt. Hægt er að nota vatn til að blanda litina en þegar þeir eru þornaðir hrinda þeir vatni frá sér. More eða önnur litarefni (ef ekki er glerjað)
- blað
- blýantur
- gaffall eða oddhvasst verkfæri
- glerungar
- hnífur
- leirlitir
- leirlím
- módelpinni
- skæri
- snúningsdiskur
- spónaplata
- steinleirSteinleir er oftast grá- eða brúnleitur og það eru málmsölt og ýmis lífræn efni sem gefa honum ólíka liti og áferð. Hægt er að nota hann í alla leirmótun, bæði fyrir nytjahluti og skúlptúra. Hann er oftast brenndur á bilinu 1240-1290°C og gerir þessi mikli hiti hann sterkan. Steinleirinn er því ekki gljúpur eins og jarðleirinn, sem þýðir að hann heldur vatni. Algengt er að gólfflísar séu unnar í steinleir svo og ýmsir nytjahlutir. More eða rauðleir
HUGTÖK
AkrýlliturAkrýl er málning sem gerð er úr litadufti, vatni og plastbindiefni. Akrýllitir þorna mjög hratt. Hægt er að nota vatn til að blanda litina en þegar þeir eru þornaðir hrinda þeir vatni frá sér. More
GlerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Leirmunir eru glerjaðir til að gera þá sterkari og til að gefa þeim liti, áferð og skreytingu. More
Gljábrennsla
GrunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More
Hrábrennsla
Leirlitur
MynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More
PensilglerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti. More
Plötuaðferð
SlönguaðferðAðferðin felst í því að búnar eru til lengjur úr leir og þeim síðan vafið upp hring eftir hring. Að lokum er yfirborðið sléttað út með fingrum eða sköfu. More
TvívíddÞað er lengd og breidd. Hlutir í tvívídd eru flatir eins og pönnukaka. Þeir hafa hafa semsagt hæð og breidd en enga þykkt. Tvívíð teikning sýnir eingöngu eina hlið á fyrirmyndinni. More
ÞrívíddÞað er lengd, breidd og hæð. Allt í kringum okkur eru þrívíðir hlutir eins og stólar, borð, styttur, leikföng, námsgögn og fleira. Teikningar og ljósmyndir eru oftast af þrívíðum hlutum en það eru myndirnar sjálfar sem eru í tveimur víddum (lengd og breidd). More
LISTAMENN
S.s.
Andy Warhol
Vincent van Gogh
LISTASAGA
T.d.
Síð-impressjónismiMargir héldu að impressjónisminn væri kominn til að vera sem stefna en hann var aðeins upphafið á löngu ferli formbreytinga sem enn þá stendur yfir. More
PopplistStefna í myndlist sem fram kom í Evrópu og Bandaríkjunum um 1960 þar sem myndefni er sótt m.a. í myndasögur og auglýsingar, með áherslu á neyslusamfélagið. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar urðu heilmiklar breytingar á lifnaðarháttum í hinum vestræna heimi. Fjöldaframleiðsla alls kyns neysluvarnings jókst og ofbauð hópi listamanna í London neysluhyggjan. More
HÖFUNDUR
ⓒ Kristín Ísleifsdóttir
Menntamálastofnun 2022