Skip to main content

POPPLIST

Stefna í myndlist sem fram kom í Evrópu og Bandaríkjunum um 1960 þar sem myndefni er sótt m.a. í myndasögur og auglýsingar, með áherslu á neyslusamfélagið. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar urðu heilmiklar breytingar á lifnaðarháttum í hinum vestræna heimi. Fjöldaframleiðsla alls kyns neysluvarnings jókst og ofbauð hópi listamanna í London neysluhyggjan.