Glerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti.