Skip to main content

PIKTORIALISMI

Stefna í ljósmyndun. Þar var lögð áhersla á að fagurfræðilegt gildi ljósmyndarinnar hefði meira vægi en sannleiksgildið. Ljósmyndarar áttu að líkja eftir vinnubrögðum listmálaranna, þar sem fegrun og lagfæring er möguleg og leikið með litbrigði ljóss og skugga. Hinn fagurfræðilegi þáttur ljósmyndarinnar sem miðils var aðalatriðið. Þeir ljósmyndarar sem aðhylltust þessa stefnu litu á sig sem listamenn fyrst og fremst og héldu sýningar á verkum sínum. Með piktorialismanum var brotið blað í ljósmyndasögunni því hann ýtti undir sjálfstæði listformsins þar sem eiginleikar og möguleikar miðilsins voru aðalatriðin.