STUTT LÝSING
Nemendur skoða spírala sem ekki aðeins eru manngerðir heldur einnig gerðir af náttúrunnar hendi. Þeir búa til spíralaskál.
HÆFNIVIÐMIÐ
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun
- fjallað um eigin verk og annarra í virku samtali við nemendur
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
KVEIKJA
Hvað haldið þið að þessir þrír spíralar tákni? Þeir geta táknað ýmislegt
og fer það eftir þjóðum eða menningarsamfélögum hvaða merking
er sett í spíralformið. Keltar, sem bjuggu á Írlandi, Wales og Englandi,
lögðu t.d. þá merkingu í þrjá tengda spírala að þeir táknuðu land, haf
og himin.
Spíralar eru ekki aðeins til manngerðir heldur líka af náttúrunnar hendi, þekkið þið einhver formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More í náttúrunni sem líkjast spírölum?
Spíralar bera ýmis heiti t.d. lógaritma spírall og Arkímedes spírall og það eru til allskyns útfærslur af þeim.
Nú búið þið til spírala úr leir og raðið þeim á ákveðið formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More þannig að til verði skál, spíralaskál.
Skálina er hægt nota til dæmis sem nammiskál, þegar búið er að brenna hana í leirbrennsluofni.
FRAMKVÆMD
Byrjað er á að velja skál til að móta eftir. Það getur verið plast-, tré- eða glerskál, helst ekki minni en 12 cm breið og 6 cm há.
Skálin er sett á hvolf á viðarplötu eða spónaplötu og léreftsbútur lagður yfir hana. Skálin má alveg vera stærri en þá þarf meira magn af leir en gefið er upp hér að ofan.
Leirinn er hnoðaður og u.þ.b. 400 gramma klumpur tekinn til að móta úr. Klumpurinn er skorinn niður í litla búta, bútunum er rúllað upp í 10–12 cm lengjur, sem eru 1 cm að breidd. Rúllið í 5 til 6 lengjur til að byrja með, ekki of margar því þær þorna fljótt.
Fyrsti spírallinn er lagður efst á skálina, þ.e. botninn sem er á hvolfi, og næsti þar við hliðina og raðið þeim svo áfram koll af kolli allan hringinn alveg niður að spónaplötu. Leggja á hvern spíral aðeins ofan á þann næsta og ýta þétt á svo að þeir límist saman. Undir lokin er í lagi að spíralarnir séu ekki allir jafn langt frá plötunni.
Spíralaskálin er látin þorna á léreftinu ofan á skálinni í hálfan til einn dag. Þá er hún tekin af og snúið við og látin þorna í nokkra daga fyrir hrábrennslu eða þar til hún er alveg þurr.
Nú er búið að hrábrenna skálina og þá er hægt að glerja hana alla í einum lit eða mála hana með leirlit, sjá bls. 46–47 í bókinni
Leirmótun-keramik fyrir alla. Því næst er hún glerjuð með glærum glerungi, óski nemandinn þess. Hér er hins vegar valið að draga fram spíralamynstrið með því að mála með járnoxíði, bls. 45–46, yfir alla skálina með frekar hörðum pensli.
Járnoxíðið er síðan þvegið af með rökum svampi. Með þessu móti verða línurnar í skálinni sýnilegri.
Ef skálin er ekki of blaut eftir járnoxíðsþvottinn er hægt að glerja hana strax, annars verður að bíða þar til hún er vel þurr svo að glerungurinn setjist betur á hana. Hér er málað með þunnum gulum pensilglerungi, sjá bls. 50, misjafnlega margar umferðir yfir hvern spíral til að fá litinn misjafnlega þykkan. Hér er búið að brenna skálina með gula glerungnum og aðra með koparlituðum glerungi við 1060 °C. Takið eftir hvað járnoxíðið dregur fram formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More spíralanna.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hafðir þú eitthvað náttúruform t.d. orm eða kuðung í huga þegar þú mótaðir eða málaðir skálina
þína eða eitthvað listaverk? Ætlið þið að nota skálarnar ykkar? Ef svo er, undir hvað helst?
Viljið þið segja eitthvað sérstakt um skálarnar ykkar?
ÍTAREFNI
Leitarorð t.d.: triple spiral | archimedean spirals | natural spirals | logarithmic spiral
ALDUR
Miðstig
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Heilbrigði og velferð, læsi, sjálfbærni og sköpun.
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
4 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista, stærðfræði og náttúrugreina.
EFNI OG ÁHÖLD
- 400 g vel rakur leir, sem límist næstum því við hendur
- gler-, plast- eða viðarskál u.þ.b. 12 cm breið og 6 cm há
- glerungar
- latex hanskar (við oxíðþvottinn)
- leirlitir, undirglerungslitir eða oxíð t.d. járnoxíð
- penslar
- spónaplata s.s. 30 x 30 cm
- svampur
HUGTÖK
GlerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Leirmunir eru glerjaðir til að gera þá sterkari og til að gefa þeim liti, áferð og skreytingu. More
Hrábrennsla
Járnoxíð
Leirlitur
PensilglerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti. More
Spírall
LISTAMENN
S.s.
Henri Matisse
Michelangelo Merisi da Caravaggio
Pablo Picasso
Paul Cézanne
Vincent van Gogh
LISTASAGA
T.d.
BarokkListastefna sem var ríkjandi meira og minna alla 17. öldina. Stíllinn er breytilegur eftir löndum. Mikilfenglegur ýkjustíll sem einkennist af viðhafnarmiklum og svellandi formum. Á ítölsku og portúgölsku þýðir barokk „óregluleg perla“. Helstu einkenni barokktímans í myndlist eru þau að í málaralist urðu birtuskil skarpari en áður. Sjónarhornið færðist neðar, líkt og horft væri upp til fólksins á myndinni. Alþýðufólk og öldungar voru oftar fyrirsætur. Auk þess varð hreyfing og frásögn mikilvægari í málverkunum. More
Síð-impressjónismiMargir héldu að impressjónisminn væri kominn til að vera sem stefna en hann var aðeins upphafið á löngu ferli formbreytinga sem enn þá stendur yfir. More
KúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More
HÖFUNDUR
ⓒ Kristín Ísleifsdóttir
Menntamálastofnun 2022