STUTT LÝSING
Nemendur búa til listaverk (lágmyndLágmynd er höggmynd sem er gerð á flatt yfirborð þannig að myndin virðist koma út úr bakgrunninum. (e. relief sculptures) | Skúlptúr Öfugt við hefðbundnar höggmyndir eru lágmyndir aðeins skoðaðar framan frá líkt og málverk og eru gerðar til þess að skapa sjónhverfingu fyrir áhorfandann. Krónupeningurinn er ágætt dæmi um lágmynd. More) með því að líkja eftir tölu.
HÆFNIVIÐMIÐ
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívið verk
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
- valið á milli mismunandi aðferða í sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla
- sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal
Hæfniviðmið fyrir stærðfræði
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
- tjáð stærðir og hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More, reiknað með ræðum tölum, tekið þátt í að þróa lausnaleiðir við útreikninga, skráð svör sín með tugakerfisrithætti, nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
Við lok 10. bekkjar getur nemandi
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
KVEIKJA
Getur tala verið listaverk? Ef við stækkum tölu í einum á móti hundrað og búum hana til í tré, gifs eða leir er hún þá orðin listaverk?
FRAMKVÆMD
Nemendur koma með tölur að heiman eða fá úthlutað í skólanum.
Eftir umræður um tölur ákveða nemendur hversu mikið þeir ætla að stækka tölurnar sínar. 1:5 er yfirleitt hæfilegt fyrir byrjendur í leirmótun. Stærðir og hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More á tölunum eru reiknaðar út og vinnuteikning gerð með málum. Aðalformið er síðan klippt út úr pappírnum sem snið fyrir leirinn.
Leirplata er búin til, sjá plötuaðferð bls. 34 í bókinni Leirmótunkeramik fyrir alla. Leirplatan er lögð á spónaplötu og pappírssniðið er lagt á leirplötuna og formið skorið út með prjóni. Göt eru skorin út og línur eða mynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More skissað á leirplötuna með prjóni. Látið töluna liggja kyrra á spónaplötunni annars skekkist hún. Þegar verið er að vinna með töluna er betra að snúa spónaplötunni og enn betra að hafa hana á snúningsdiski. Á þessari tölu er leirslanga vafin upp og lögð allan hringinn á leirplötuna. Leir af slöngunni er þrýst niður á plötuna með fingrum, bæði að utan og innan. Ef leirinn er ekki vel rakur þarf að nota leirlím, sjá bls. 27.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvernig gekk ykkur að stækka töluna? Er hún í réttum hlutföllum?
Var einhverju breytt frá fyrirmyndinni? Er talan ykkar orðin að listaverki?
ÍTAREFNI
Hringur 3 – Mælingar
Hringur 3 – Prósentur og hlutföll
Hugrún – Sögur og samræðuæfingar. Sigurður Björnsson. 2010.
Nemendabók
Verkefnabók
Listasaga, kennsluleiðbeiningar
ALDUR
Miðstig
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi og sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista og stærðfræði
EFNI OG ÁHÖLD
- blað
- blýantur
- glerungar
- hvítur steinleirSteinleir er oftast grá- eða brúnleitur og það eru málmsölt og ýmis lífræn efni sem gefa honum ólíka liti og áferð. Hægt er að nota hann í alla leirmótun, bæði fyrir nytjahluti og skúlptúra. Hann er oftast brenndur á bilinu 1240-1290°C og gerir þessi mikli hiti hann sterkan. Steinleirinn er því ekki gljúpur eins og jarðleirinn, sem þýðir að hann heldur vatni. Algengt er að gólfflísar séu unnar í steinleir svo og ýmsir nytjahlutir. More, magn eftir stærð
- kefli
- leirlitir
- módelpinni
- penslar
- plastskafa (plastkort)
- prjónn eða oddhvasst verkfæri
- reglustika
- skurðarvír
- skæri
- snúningsdiskur
- svampur
- tala eða hnappur að eigin vali
- viðarplata
- viðarspaði
HUGTÖK
GlerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Leirmunir eru glerjaðir til að gera þá sterkari og til að gefa þeim liti, áferð og skreytingu. More
Hrábrennsla
Leirlím
PensilglerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti. More
Plötuaðferð
LISTAMENN
Að eigin vali
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Kristín Ísleifsdóttir
Menntamálastofnun 2022