Skip to main content

Barokk

Listastefna sem var ríkjandi meira og minna alla 17. öldina. Stíllinn er breytilegur eftir löndum. Mikilfenglegur ýkjustíll sem einkennist af viðhafnarmiklum og svellandi formum. Á ítölsku og portúgölsku þýðir barokk „óregluleg perla“. Helstu einkenni barokktímans í myndlist eru þau að í málaralist urðu birtuskil skarpari en áður. Sjónarhornið færðist neðar, líkt og horft væri upp til fólksins á myndinni. Alþýðufólk og öldungar voru oftar fyrirsætur. Auk þess varð hreyfing og frásögn mikilvægari í málverkunum.