Skip to main content

Bauhaus-skólinn

Bauhaus-skólinn sem starfræktur var í Weimar og í Dessau í Þýskalandi á árunum 1919-1933 var þekktur fyrir nýjar hugmyndir um listkennslu. Stjórnendur skólans höfðu það meðal annars að markmiði að binda endi á þá íhaldssömu skiptingu í myndlist og handverki sem hafði verið viðhöfð og leggja þess í stað áherslu á tækni og verkkunnáttu samhliða listrænni sköpun.