Með hinu svokallaða Nýja málverki sem spratt fram á árunum kringum 1980 varð málverkið að aðallistformi margra ungra myndlistarmanna á Íslandi en segja má að það hafi ekki átt upp á pallborðið hjá þeim á tíma hugmyndalistarinnar. Nýja málverkið hafði blómstrað víða í Evrópu sérstaklega í Þýskalandi en þangað fóru margir íslenskir listamenn til náms, auk Spánar, Ítalíu og Frakklands en líka til Bandaríkjanna. Meðal þeirra listamanna sem vöktu að nýju upp málverkið meðal yngri myndlistarmanna voru Helgi Þorgils Friðjónsson, Daði Guðbjörnsson, Jóhanna Kristín Ingvadóttir og Kjartan Ólason. Tjáning listamannanna var hispurslaus þar sem tilvist mannsins og tilvistarkreppa var aðalviðfangefnið. Málverkin voru oft stór og vinnubrögðin groddaleg og kraftmikil. Segja má að nýja málverkið hafi stuðlað að endurkomu málverksins því það opnaði fyrir frjálsa tjáningu og frelsi til þess að fara eigin leiðir í málverkinu. Nýja málverkið var ærslafullt, hrátt og pönkað í nokkur ár en svo fundu flestir listamannanna sinn persónulega stíl og stefnu, ýmist í hefðbundnu málverki, máluðum myndum sem einkenndust af frásögn eða hugmyndamálverkum þar sem hugmyndalistListastefna (einkum útbreidd 1965-´75) þar sem listaverkið felst einkum í hugmynd sem er studd, miðlað eða vísað til með hinum áþreifanlegu eða sjáanlegu hlutum þess. Konseptlist. More er sett fram í myndrænni framsetningu í málverki.
Einn þeirra málara sem kom fram á sjónarsviðið í byrjun níunda áratugarins með kraftmikil fígúratíf málverk var Daði Guðbjörnsson (1954). Efnismeðferðin og viðfangsefnið var í anda nýja málverksins, sjálfsprottin tjáning og sterkir litir eins og við sjáum í verkinu Rauð tunga (1982). Síðar átti Daði eftir að þróa með sér persónulegan og mildari stíl sem einkennist af flúri og skrauti sem hann tvinnar saman við stílbrögð sem hann sækir til eldri málara eins og Kjarvals og Svavars Guðnasonar.
Daði Guðbjörnsson, Rauð tunga, olía á striga, 128 x 108 cm, 1982.
Listasafn Íslands: LÍ 8028
Jóhanna Kristín Ingvadóttir (1953–1991) málaði einlæg og tjáningarfull fígúratívÁ við um myndverk sem líkir eftir raunveruleikanum (hlutbundinn, abstrakt), oftast notað sem hugtak yfir listaverk sem innihalda dýr eða manneskjur. More málverk sem sýna innri baráttu manneskjunnar, ótta og sorg. Málverk hennar voru oft dökk og jafnvel drungaleg, máluð í anda expressjónisma þar sem kraftmikil teikningSú grein myndlistar sem byggir á því að dregnar eru línur á slétt undirlag, oftast pappír, með hjálp blýants, penna, krítar eða annars áhalds sem skilur eftir sig spor. Áhersla er lögð á útlistun forma frekar en notkun lita. Teikningar eru oft einlitar eða með mjög takmarkaðan litaskala. More, litameðferð og viðfangsefni haldast í hendur. Hún lærði myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More á Íslandi og í Hollandi og vakti strax mikla athygli fyrir verk sín en listferill hennar var stuttur því hún lést aðeins þrjátíu og sjö ára gömul árið 1991.
Jóhanna Kristín Ingvadóttir, Lára, olía á striga, 150 x 75 cm, 1981.
Listasafn Íslands: LÍ 4300
Helgi Þorgils Friðjónsson (1953) hóf feril sinn með hráum og krafmiklum verkum í anda nýja málverksins. Síðar urðu verk hans margslungnari og vinnubrögðin agaðri. Oft má sjá í verkum hans svífandi naktar mannverur í óræðu landslagi innan um dýr, blóm og ávexti.
Helgi Þorgils Friðjónsson. Fiskar sjávar, olía á striga, 236 x 205,2 cm, 1995.
Listasafn Íslands: LÍ 6100
Georg Guðni Hauksson (1961–2011) hóf að mála landslagsmálverk um miðjan níunda áratug 20. aldar. Þó að myndefniÞað sem listamaður velur að mála hverju sinni. Einnig kallað mótíf. More verkanna sé mannlaus náttúra, fjöll, dalir og heiðalandslag, þá er það þó umfram allt málverkið sjálft sem er markmiðið í list Georgs Guðna. Verkin eru byggð upp með nákvæmri litameðferð og skapa dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More og birtu í marglaga myndflötinn með hnitmiðuðum pensilstrokum. Muskuleg þoka, mistur og jafnvel drungaleg birta einkenna mörg verka hans sem sum eru stór og dökk. Sjóndeildarhringurinn sem aðskilur himin og haf er áberandi í síðari verkum hans sem hann kemur til skila með næmri tilfinningu fyrir einkennum landsins. Það er óhætt að segja að Georg Guðni hafi með verkum sínum endurvakið íslenska landslagsmálverkið með nýrri sýn á landið.
Georg Guðni Hauksson, Án titils, olía á striga, 210 x 200 cm, 2008.
Listasafn Íslands: LÍ 8916
Kristín G. Gunnlaugsdóttir (1963) stundaði myndlistarnám í Flórens þar sem hún lærði meðal annars aðferðir miðaldamálverksins. Blaðgull, sterkir litir og goðsagnakenndar verur einkenna verk hennar frá níunda áratugnum sem hafa tilvísun í ítalska miðaldamálverkið. Síðar tók við mannlaust og ímyndað landslag sem virðist af öðrum heimi. Þannig sameinaði Kristín aldagamla hefð málverksins og hugmyndalega nálgun samtímans í persónulegri túlkun sem hefur skapað henni sérstöðu í listinni. Seinna vann Kristín hrárri verk, meðal annars útsaumsverkMyndverk saumuð með nál og þræði í textíla, t.d. með krosssaumi. (e. embroideries) | Textíllist More, þar sem hlutverk konunnar er í aðalhlutverki.
Enn þróast málverkið og þeir málarar sem hófu myndlistarferil sinn í kringum aldamótin 2000 fást við afar fjölbreytt viðfangsefni í málverkum sínum og leita í hefðina um leið og þeir fara nýjar leiðir. Stílar og stefnur eru ekki leiðandi heldur hafa listamennirnir frjálsar hendur. Þessi kynslóð listamanna ólst upp með nýja málverkinu og þeirri sjónrænu menningu sem mótuð er af teiknimyndum, teiknimyndasögum, tölvugrafík og götulist. Úðabrúsinn hefur jafnvel tekið við af penslunum í bland við hefðbundnar vinnuaðferðir málverksins.