AbstraklistAbstraklist er listastefna sem varð til í upphafi 20. aldar. Það að mynd sé abstrakt þýðir að hún sé óhlutbundin, þ.e. á henni eru engir þekkjanlegir hlutir eða verur. Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk form. Abstraktlistin þróaðist aðallega út frá expressjónisma og kúbisma. Listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin myndi verkið ein og sér og halda því fram verkin hafi sitt eigið listræna gildi þótt þau líktust engu ákveðnu. More er listastefnaTilhneiging til ákveðinnar þróunar í listum. More sem varð til í upphafi 20. aldar. Það að mynd sé abstrakt þýðir að hún sé óhlutbundin, þ.e. á henni eru engir þekkjanlegir hlutir eða verur. Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More. Abstraktlistin þróaðist aðallega út frá expressjónisma og kúbisma. Listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin myndi verkið ein og sér og halda því fram að verkin hafi sitt eigið listræna gildi þótt þau líktust engu ákveðnu.
Rússneski listmálarinn Wassily Kandinsky (1866–1944) er oft sagður hafa málað fyrsta abstraktmálverkið árið 1910 en það er verkið Kósakkar. Með litríkum samsetningum reyndi hann að láta málverk sín vekja svipuð áhrif og tónlist.
Wassily Kandinsky, Cossacks, 1910-1.
Wikipedia
Annar abstraktmálari er hollenski listamaðurinn Piet Mondrian (1872–1944). Hann bjó til myndir með ferhyrndum litaflötum í hreinum litum. Hann er talinn hafa lagt grundvöllinn að því sem kallast geómetrísk abstraktlistGeómetrísk abstraktlist (strangflatalist) blómstraði í íslenskri myndlist á 6. áratug tuttugustu aldar. Geómetrían var andstæða fígúratívu listarinnar þar sem hún skírskotar ekki til neinnar þekktrar fyrirmyndar heldur túlkar hún innri sjón og tilfinningar málarans. More.
Piet Mondrian, Movement in Squares, 1961.
Wikiart
Margir listamenn um heim allan aðhyllast enn abstraktlistina og hafa gert margvíslegar tilraunir með stefnuna. Í verkum sumra má sjá móta fyrir einhverju þekkjanlegu eins og landslagi eða fólki en aðrir listamenn, svo sem breska listakonan Bridget Riley (1931), hafa unnið verk sem kalla fram sjónræn blekkingaráhrif þannig að verkin virðast víbra eða tindra. Þessi tegund abstraktlistar nefnist optísk list eða oplistListastefna sem kom fram upp úr 1960. Í oplist er lögð áhersla á að kalla fram sjónvillu hjá áhorfendum með flóknu samspili óhlutbundinna forma eða munstra. More. Listakonan Eyborg Guðmundsdóttir (1924–1977) vann líka þannig verk.
Abstrakt expressjónismiListastefnan Expressjónismi varð til í lok nítjándu aldar. Á ensku og fleiri málum þýðir sögnin „express“ bæða að tjá og sýna svipbrigði og það er einmitt það sem expressjónistarnir vildu gera. Þeir vildu tjá tilfinningar sínar, líðan og reynslu. Til þess notuðu expressjónistar oft sterka liti og gróf pensilför. Litirnir í myndunum þurftu ekki að vera eins og í raunveruleikanum. Þeir máluðu himininn rauðan, hafið gult og blá andlit ef það fangaði þær tilfinningar sem þeir vildu lýsa. Þannig fengu litirnir táknræna merkingu og þessir málarar eru því einnig kallaðir symbólistar. More
Frá 1950
Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 var margt breytt í heiminum. Í Evrópu, sem hafði verið vagga nýrra strauma í myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More, var víða mikil eyðilegging og samfélagið í sárum en í Bandaríkjunum var efnahagslegur uppgangur og bjartsýni ríkti. Mörgum listamönnum þar fannst sem nýir tímar væru að renna upp og leituðu nýrra leiða til að túlka þá. Margir evrópskir listamenn flúðu stríðsástandið í Evrópu og settust að í Bandaríkjunum. Abstraktmálverkin, með sínum sterku litum og formum, virtust fanga tíðarandann. Í New York í Bandaríkjunum var hópur málara þessarar skoðunar og sumir þeirra höfðu flúið Evrópu í stríðinu. Þeir vildu nota abstrakt málverkin til að tjá tilfinningar og líðan og er sú stefna því kölluð abstrakt expressjónismiListastefnan Expressjónismi varð til í lok nítjándu aldar. Á ensku og fleiri málum þýðir sögnin „express“ bæða að tjá og sýna svipbrigði og það er einmitt það sem expressjónistarnir vildu gera. Þeir vildu tjá tilfinningar sínar, líðan og reynslu. Til þess notuðu expressjónistar oft sterka liti og gróf pensilför. Litirnir í myndunum þurftu ekki að vera eins og í raunveruleikanum. Þeir máluðu himininn rauðan, hafið gult og blá andlit ef það fangaði þær tilfinningar sem þeir vildu lýsa. Þannig fengu litirnir táknræna merkingu og þessir málarar eru því einnig kallaðir symbólistar. More. Listamenn sem aðhylltust þetta listform áttu það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á frelsi og ósjálfráð vinnubrögð í listsköpun sinn. Einn þekktasti þeirra var Jackson Pollock (1912–1956) sem málaði stórar myndir með því að sletta, sprauta og hella málningunni á strigann. Þegar málað var á þennan hátt þurfti það að gerast hratt og án yfirvegunar og áherslan var á athöfnina sjálfa að mála. Þetta hefur verið kallað „action paintingMálunaraðferð þar sem litunum er skvett, slett og þeir látnir drjúpa á strigann. Einnig kallað átakamálverk eða skyndimálun. More“ á ensku en athafnamálverk á íslensku. Verk málarans Mark Rothko (1903–1970) eru líka talin til stefnunnar þótt þau séu gerólík verkum Pollocks og hann hafi ekki viljað flokka þau með neinni listastefnu sjálfur. Það sem þau eiga sameiginlegt er að þeim er ætlað að miðla tilfinningum, á óhlutbundinn hátt og með greinilegum slettum í verkum Pollocks og pensilförum hjá Rothko beina þau athyglinni að sköpunarferlinu.
Hér á Íslandi hefur listamaðurinn JBK Ransú (1967) gert tilraunir með abstrakt expressjónísk verk þar sem unnið er með slettur í bland við geomatrísk og stílhrein formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More.
Jackson Pollock, frímerki með verkinu Convergence frá 1952.
Sunset Over the Caribbean eftir Mark Rothko.
Abstraktlist á Íslandi
Frá um 1940
Ísland breyttist mikið og hratt í og eftir seinni heimsstyrjöldinni. Myndlistin endurspeglaði bæði þær breytingar sem og þau átökÞegar listaverkum er lýst þá er stundum talað um að eitthvað takist á. Það er t.d. þegar mikil spenna og hreyfing er í myndfletinum. More sem áttu sér stað í samfélaginu. Ýmsir listamenn höfðu unnið verk sem endurspegluðu þær listastefnur sem spruttu upp í Evrópu, þar á meðal abstraktverk, svo sem Finnur Jónsson sem sýndi fyrst slík verk árið 1925. Flestir íslenskir listamenn máluðu engu að síður landslag eða önnur fígúratíf verk sem telja má fremur hefðbundin. Það breyttist hratt á eftirstríðsárunum.
Svavar Guðnason (1909–1988) sem búið hafði og unnið með róttækum listamönnum í Danmörku sem síðar mynduðu Cobra-hópinn hélt framsækna sýningu á abstraktverkum sínum á Íslandi árið 1945. Sú sýning vakti mikla athygli og misjöfn viðbrögð enda fannst mörgum landsmönnum og áhugafólki um myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More að myndir ættu að vera af einhverju en ekki bara skapa hughrif með litum og formum.
Svavar Guðnason, Íslandslag, abstrakt, 88 cm x 100 cm, 1944.
Listasafn Íslands: LÍ719
Tveimur árum síðar var opnuð sýning hóps listamanna sem kallaði sig Septemberhópinn en sú sýning olli straumhvörfum. Í hópnum voru framsæknir listamenn í yngri kantinum, svo sem Kjartan Guðjónsson (1921–2010), Nína Tryggvadóttir (1913–1968), Jóhannes Jóhannesson (1921–1998) og Kristján Davíðsson (1917–2013), auk eldri listamanna en á sýningunni voru abstraktverk í öndvegi. Á næstu árum hélt hópurinn þrjár sýningar til viðbótar. Áratugum síðar átti hluti hópsins eftir að vinna saman aftur undir merkjum Septemhópsins en þá voru listamennirnir orðnir eldri og list þeirra þótt ekki lengur sérlega róttæk. Hópurinn kallaði sig Septemhópinn en ekki Septemberhópinn þegar hann kom aftur saman í breyttri mynd.
Á síðustu sýningu hópsins í óbreyttri mynd, árið 1952, sýndu átta listamenn geometrísk abstraktverk, það eru verk sem byggja á ákveðnum stærðfræðilegum formum og stórum hreinum litaflötum. Geometrísk abstraktlist og önnur strangflatarverk urðu áberandi á Íslandi, einkum á 6. áratug 20. aldar. Meðal listamanna sem unnu verk í þeim anda má nefna Þorvald Skúlason (1906–1984), Gerði Helgadóttur (1928–1975), Karl Kvaran (1924–1989), Jóhannes Jóhannesson (1921–2015), Guðmundu Andrésdóttur (1922–2002) og Braga Ásgeirsson (1931–2016).
Þorvaldur Skúlason, Komposition, 1948.
Listasafn Íslands: LÍ968
Gerður Helgadóttir, orgelfúga, 1960.
Listasafn Íslands: LÍ7094/94
Guðmunda Andrésdóttir, Komposition, 1955.
Listasafn Íslands: LÍ1155
Nína Tryggvadóttir, Gos, abstrakt,
Listasafn Íslands: LÍ1383
Í lok 6. áratugarins fór að bera á verkum sem kalla má ljóðræna abstraktlist. Verkin voru enn að mestu óhlutbundin en túlkuðu fremur hughrif og tilfinningar eins og verk expressjónista frekar en að fylgja ströngum formreglum geometrísku verkanna. Listamennirnir fóru heldur ekki dult með innblásturinn sem þeir sóttu gjarna í náttúruna eða tíðarandann, ólíkt hinum bandarísku abstrakt expressjónistum. Heiti verkanna gáfu gjarna vísbendingu um myndefnið og stundum voru þau ljóðræn og gáfu verkunum skáldlegan blæ. Í mörgum ljóðrænum abstraktverkum má sjá greinilegt landslag, fólk eða hluti. Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir og Svavar Guðnason eru meðal þeirra listamanna sem unnu verk í þessum anda og Kristján, Elías B. Halldórsson og veflistakonan Ásgerður Búadóttir héldu sig við stefnuna fram á 21. öldina.
Abstraktlistin hafði ekki aðeins mikil áhrif á málaralistSú grein myndlistar sem einkennist af einstæðum myndverkum þar sem litarefni blandað bindiefni, t.d. vatni, olíu, eggjarauðu eða öðrum hentugum vökva, er borið á tvívítt undirlag, t.d. striga, viðarfjöl eða pappír. Liturinn er yfirleitt borinn á undirlagið með pensli en önnur verkfæri eru einnig notuð. (e. painting) | Málaralist More heldur einnig höggmyndalist og arkitektúrList- og fræðigrein um hönnun húsa (utan og innan), garða og borga. Byggingarlist. More og þeirra áhrifa gætir enn.