Skip to main content

Abstraklist

Abstraklist er listastefna sem varð til í upphafi 20. aldar. Það að mynd sé abstrakt þýðir að hún sé óhlutbundin, þ.e. á henni eru engir þekkjanlegir hlutir eða verur. Málverkin eru oft máluð sterkum litum og með geómetrísk form. Abstraktlistin þróaðist aðallega út frá expressjónisma og kúbisma. Listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin myndi verkið ein og sér og halda því fram verkin hafi sitt eigið listræna gildi þótt þau líktust engu ákveðnu.