Skip to main content

EXPRESSJÓNISMI

Listastefnan Expressjónismi varð til í lok nítjándu aldar. Á ensku og fleiri málum þýðir sögnin „express“ bæða að tjá og sýna svipbrigði og það er einmitt það sem expressjónistarnir vildu gera. Þeir vildu tjá tilfinningar sínar, líðan og reynslu. Til þess notuðu expressjónistar oft sterka liti og gróf pensilför. Litirnir í myndunum þurftu ekki að vera eins og í raunveruleikanum. Þeir máluðu himininn rauðan, hafið gult og blá andlit ef það fangaði þær tilfinningar sem þeir vildu lýsa. Þannig fengu litirnir táknræna merkingu og þessir málarar eru því einnig kallaðir symbólistar.