DadaismiDadaismi varð til sem listastefna sem andóf gegn fyrri heimsstyrjöldinni en dada merkir rugguhestur á frönsku. Upphafsfólki stefnunnar ofbauð hryllingur stríðsins en fundu ekki hjá sér neina rökrétta leið til að túlka hana svo þeir gerðu verk sem virtust merkingarlaus, undarleg eða fólu í sér háðsádeilu. More varð til sem listastefnaTilhneiging til ákveðinnar þróunar í listum. More sem andóf gegn fyrri heimsstyrjöldinni en dada merkir rugguhestur á frönsku. Upphafsfólki stefnunnar ofbauð hryllingur stríðsins en fundu ekki hjá sér neina rökrétta leið til að túlka hana svo þeir gerðu verk sem virtust merkingarlaus, undarleg eða fólu í sér háðsádeilu. Einn frægasti dadaistinn var Marcel Duchamp (1887–1968) og eitt frægasta listaverk hans er hlandskál sem hann kallar Gosbrunninn. Duchamp bjó hlandskálina ekki til sjálfur heldur var hún framleidd í verksmiðju með þúsundum annarra og var þeim ekkert frábrugðin. Slík listaverk eru kölluð „ready-made“, þ.e. þau eru gerð úr hlutum sem framleiddir hafa verið til annarra nota.
Til að undirstrika hugmyndir dadaistanna skrifar Duchamp ekki sitt eigið nafn á listaverkið eins og vaninn er að gera heldur nafnið R. Mutt sem er nafnið á klósettskálaframleiðandanum. Fjarstæðukennd verk dadaistanna hristu upp í hugmyndum fólks um það hvað væri list og hvers virði hún væri og segja má að dadaisminn hafi verið nokkurs konar andlistastefna. Verk Dadaistanna höfðu mikil áhrif á samtímalistHugtakið samtímalist nær yfir list samtímans. Helsta einkenni hennar er frelsi listamannsins til þess að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Þess vegna er hugtakið samtímalist fremur safnheiti en nafn á tiltekinni stefnu eða stíl. Listamenn dagsins í dag hafa nánast ótakmarkað val um efnivið og efnistök. Þeir geta málað hefðbundin olíumálverk, tekið ljósmyndir, sýnt gjörninga, unnið vídeóverk eða jafnvel notað demanta og dýrahræ í verk sín. Samtímalist er, rétt eins og eldri list, oft andsvar við eða þróun frá eldri stefnum eða stílum. Listamenn geta tjáð afstöðu sína með verkum sínum eða vakið áhorfendur til umhugsunar. More síðar á 20. öldinni.
Marcel Duchamp, Gosbrunnur, 1917.
Wikipedia