Skip to main content

Dadaismi varð til sem listastefna sem andóf gegn fyrri heimsstyrjöldinni en dada merkir rugguhestur á frönsku. Upphafsfólki stefnunnar ofbauð hryllingur stríðsins en fundu ekki hjá sér neina rökrétta leið til að túlka hana svo þeir gerðu verk sem virtust merkingarlaus, undarleg eða fólu í sér háðsádeilu. Einn frægasti dadaistinn var Marcel Duchamp (1887–1968) og eitt frægasta listaverk hans er hlandskál sem hann kallar Gosbrunninn. Duchamp bjó hlandskálina ekki til sjálfur heldur var hún framleidd í verksmiðju með þúsundum annarra og var þeim ekkert frábrugðin. Slík listaverk eru kölluð „ready-made“, þ.e. þau eru gerð úr hlutum sem framleiddir hafa verið til annarra nota. 

Til að undirstrika hugmyndir dadaistanna skrifar Duchamp ekki sitt eigið nafn á listaverkið eins og vaninn er að gera heldur nafnið R. Mutt sem er nafnið á klósettskálaframleiðandanum. Fjarstæðukennd verk dadaistanna hristu upp í hugmyndum fólks um það hvað væri list og hvers virði hún væri og segja má að dadaisminn hafi verið nokkurs konar andlistastefna. Verk Dadaistanna höfðu mikil áhrif á samtímalist síðar á 20. öldinni.

Marcel Duchamp

Marcel Duchamp, Gosbrunnur, 1917.
Wikipedia