HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
- haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
- gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
- gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
- sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.
Hæfniviðmið fyrir stærðfræði
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
Tölur og reikningur
KVEIKJA
Í gegnum söguna hafi listamenn stúderað mannslíkamann og endurreisnarlistamenn eins og Leonardo da Vinci og Michelangelo hafi meira að segja krufið lík til að kanna hvernig líkaminn er saman settur. Sýnið nemendum mynddæmi af skissum Leonardos og styttum Michelangelos og fleiri síður um mannslíkamann og hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More hans (t.d. um gullinsniðGullinsnið er hugtak sem gríski rúmfræðingurinn Pythagoras (560-480 BC) gerði frægt. Hann hafði mikinn áhuga á hlutföllum. Hann sýndi t.d. fram á hvernig margir hlutir í náttúrunni væru byggðir upp í hlutföllum gullinsniðs eins og t.d. kuðungur. Listamenn endurreisnatímabilsins eins og Leonardo DaVinci höfðu mjög mikinn áhuga á hlutföllum og gerðu margar uppgötvanir tengdar gullinsniði. Þeir skoðuðu hvernig staðsetning og hlutföll flata og forma í myndverkum skiptir máli. Gullinsnið er hlutföll milli tveggja mislangra lína, sú styttri skal vera jafnmikill hluti hinnar lengri og sú lengri stór hluti af þeim báðum samanlögðum. Listamenn hafa oft nýtt sér gullinsnið í myndbyggingu til að gera listaverk aðgengilegri og fallegri. Til eru ýmis tæki sem hjálpa listamönnum til að ná fram gullinsniði eins og t.d. gullinsniðsmáti. Hann virkar svipað og sirkill en er í raun bara mælistika sem sniðugt er að nota þegar maður er að hanna eitthvað og vill hafa það í Gullnusniði eða hlutfalli. More og skiptingu líkamans í 8 höfuð). TeikningSú grein myndlistar sem byggir á því að dregnar eru línur á slétt undirlag, oftast pappír, með hjálp blýants, penna, krítar eða annars áhalds sem skilur eftir sig spor. Áhersla er lögð á útlistun forma frekar en notkun lita. Teikningar eru oft einlitar eða með mjög takmarkaðan litaskala. More Leonardos af Vitrúvíusarmanninum á að sýna fullkomin hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More mannslíkamans. Hann gerði teikninguna eftir texta rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) sem fram kom í riti hans De architecture eða Um byggingarlistina.
Kynnið fyrir nemendum eina af þeim aðferðum sem notaðar eru til að mæla hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More mannslíkamans. Þessi aðferð gengur út á að nota stærð höfuðsins til að mæla hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More líkamans. Almenna reglan er sú að fullvaxin manneskja er u.þ.b. 8 höfuð á hæð en tekið skal fram að það er ekki algild regla. Börn eru að sjálfsögðu færri höfuð á hæð og ekki víst að nemendur í 8. bekk séu full 8 höfuð.
Til að komast að því hvort reglan um að líkaminn sé 8 höfuð standist eru einn eða tveir nemendur fengnir til að vera sjálfboðaliðar og útlínurSvartar línur utan um form eða hluti, til dæmis í teiknimyndasögum. More þeirra teiknaðar á stóra örk af maskínupappír. Best er að láta þau liggja á maskínupappírnum meðan útlínurnar eru teiknaðar. Örkin er svo fest upp á vegg þar sem allir nemendur geta fylgst með. Stærð höfuðsins er mæld og hvað líkaminn eru mörg höfuð. Athugað er hvar höfuðin koma á líkamanum og merkt inn, t.d. haka, nafli, klof, hné o.fl. Sjá skýringarmynd 1.
Einnig er gaman að sanna hvort það standist að hæð okkar sé sú sama og lengdin milli útréttra handa. Ekki ætti að vera erfitt að fá sjálfboðaliða úr hópi nemenda til að sannreyna þá reglu.
FRAMKVÆMD
Nemendur æfa sig nú að teikna manneskju í réttum hlutföllum og fá A3 eða A4 blöð (þunn, t.d. 80 gr). Þau brjóta blöðin í tvennt, síðan aftur í tvennt og enn einu sinni. Þá er búið að skipta blöðunum í 8 hluta. Nemendur teikna manneskjur í réttum hlutföllum og geta t.d. stuðst við myndina á maskínupappírnum eða skýringarmynd 2.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Í lok verkefnisins
Hvernig gekk að mæla stærðir og hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More?
Er teikningin í réttum hlutföllum? Hvar og hvað gerir það að verkum? Hvar ekki og hvernig er þá hægt að laga það?
Er teikningin í jafnvægiJafnvægi milli einstakra hluta í málverki. Jafnvægi í myndverki er þegar þyngdinni er dreift jafnt báðum megin við lóðrétta ásinn. Samhverft jafnvægi notar eins einingar til að ná jafnvæginu en ósamhverft jafnvægi nýtir ólík form. Það er ekki bara stærð hluta sem skapar jafnvægi. Litir hafa líka áhrif á jafnvægi og styrkur þeirra. Jafnvægi fer eftir stærð flata, styrk og magn lita, magn hluta, hvort þeir eru ljósir eða dökkir, hvernig andstæðir litir eru notaðir og hvernig jákvætt og neikvætt rými listaverksins er nýtt. More? Ef svo er, hvað gerir það að verkum? Ef ekki, hvernig er þá hægt að laga það?
ÍTAREFNI
Leitarorð: gullinsniðGullinsnið er hugtak sem gríski rúmfræðingurinn Pythagoras (560-480 BC) gerði frægt. Hann hafði mikinn áhuga á hlutföllum. Hann sýndi t.d. fram á hvernig margir hlutir í náttúrunni væru byggðir upp í hlutföllum gullinsniðs eins og t.d. kuðungur. Listamenn endurreisnatímabilsins eins og Leonardo DaVinci höfðu mjög mikinn áhuga á hlutföllum og gerðu margar uppgötvanir tengdar gullinsniði. Þeir skoðuðu hvernig staðsetning og hlutföll flata og forma í myndverkum skiptir máli. Gullinsnið er hlutföll milli tveggja mislangra lína, sú styttri skal vera jafnmikill hluti hinnar lengri og sú lengri stór hluti af þeim báðum samanlögðum. Listamenn hafa oft nýtt sér gullinsnið í myndbyggingu til að gera listaverk aðgengilegri og fallegri. Til eru ýmis tæki sem hjálpa listamönnum til að ná fram gullinsniði eins og t.d. gullinsniðsmáti. Hann virkar svipað og sirkill en er í raun bara mælistika sem sniðugt er að nota þegar maður er að hanna eitthvað og vill hafa það í Gullnusniði eða hlutfalli. More
ALDUR
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
1-2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista og stærðfræði
EFNI OG ÁHÖLD
A3 eða A4 blöð
blýantar (og strokleður ef þarf)
skýringarmynd 1
skýringarmynd 2
HUGTÖK
hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More
LISTAMENN
Leonardo da Vinci, Michelangelo
LISTASAGA
EndurreisnHreyfing í evrópskri menningu sem kom upp á Ítalíu á 14. öld og náði hámarki á 15. og 16. öld. Endurreisn leitaði fyrirmynda í klassískri fornöld og byggðist að sumu leyti á miðaldamenningu en markaði jafnframt endalok hennar og upphaf nýrrar aldar. Endurreisn einkenndist af árás á heildarhyggju kirkju og keisara, með aukinni þjóðerniskennd og áherslu á jarðlífið. Í myndlist náðu menn auknu valdi á líffærafræði (anatómíu), þróuðu jafnt línufjarvídd sem andrúmsfjarvídd og leituðu sér viðfangsefna utan heilagrar ritningar, ekki síst í klassískum goðsögnum og bókmenntun. Í byggingarlist ítrekuðu menn samræmi, jafnvægi og hófsemi. More, háendurreisn
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022