Skip to main content

ENDURREISN

Hreyfing í evrópskri menningu sem kom upp á Ítalíu á 14. öld og náði hámarki á 15. og 16. öld. Endurreisn leitaði fyrirmynda í klassískri fornöld og byggðist að sumu leyti á miðaldamenningu en markaði jafnframt endalok hennar og upphaf nýrrar aldar. Endurreisn einkenndist af árás á heildarhyggju kirkju og keisara, með aukinni þjóðerniskennd og áherslu á jarðlífið. Í myndlist náðu menn auknu valdi á líffærafræði (anatómíu), þróuðu jafnt línufjarvídd sem andrúmsfjarvídd og leituðu sér viðfangsefna utan heilagrar ritningar, ekki síst í klassískum goðsögnum og bókmenntun. Í byggingarlist ítrekuðu menn samræmi, jafnvægi og hófsemi.