Skip to main content

JAFNVÆGI

Jafnvægi milli einstakra hluta í málverki. Jafnvægi í myndverki er þegar þyngdinni er dreift jafnt báðum megin við lóðrétta ásinn. Samhverft jafnvægi notar eins einingar til að ná jafnvæginu en ósamhverft jafnvægi nýtir ólík form. Það er ekki bara stærð hluta sem skapar jafnvægi. Litir hafa líka áhrif á jafnvægi og styrkur þeirra. Jafnvægi fer eftir stærð flata, styrk og magn lita, magn hluta, hvort þeir eru ljósir eða dökkir, hvernig andstæðir litir eru notaðir og hvernig jákvætt og neikvætt rými listaverksins er nýtt.