Skip to main content

GULLINSNIÐ

Gullinsnið er hugtak sem gríski rúmfræðingurinn Pythagoras (560-480 BC) gerði frægt. Hann hafði mikinn áhuga á hlutföllum. Hann sýndi t.d. fram á hvernig margir hlutir í náttúrunni væru byggðir upp í hlutföllum gullinsniðs eins og t.d. kuðungur. Listamenn endurreisnatímabilsins eins og Leonardo DaVinci höfðu mjög mikinn áhuga á hlutföllum og gerðu margar uppgötvanir tengdar gullinsniði. Þeir skoðuðu hvernig staðsetning og hlutföll flata og forma í myndverkum skiptir máli. Gullinsnið er hlutföll milli tveggja mislangra lína, sú styttri skal vera jafnmikill hluti hinnar lengri og sú lengri stór hluti af þeim báðum samanlögðum. Listamenn hafa oft nýtt sér gullinsnið í myndbyggingu til að gera listaverk aðgengilegri og fallegri. Til eru ýmis tæki sem hjálpa listamönnum til að ná fram gullinsniði eins og t.d. gullinsniðsmáti. Hann virkar svipað og sirkill en er í raun bara mælistika sem sniðugt er að nota þegar maður er að hanna eitthvað og vill hafa það í Gullnusniði eða hlutfalli.