HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
- haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
- gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
- gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
- sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni.
KVEIKJA
Skoðið veggspjaldið Rými.
Ræðið um hugtökin fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More, hvarfpunkturHvarfpunktur er sá punktur þar sem hjálparlínurnar byrja. Myndir geta haft fleiri en einn hvarfpunkt. More, samhliða línur, sjóndeildarhring o.fl. Reynið að finna dæmi um þetta í stofunni og í umhverfinu.
Minnast má á Filippo Brunelleschi en hann uppgötvaði fjarvíddarteikninguna en hún sýnir okkur hvernig við sjáum hluti miðað við hvar þeir eru staðsettir í umhverfinu. Sýnið nemendum mynddæmi þar sem fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More kemur vel fram og þar sem línur eru framlengdar þangað til þær mætast í hvarfpunktum. Til að átta sig enn betur á þessu er hægt að fara út og sjá hvernig staurar virðast minnka eftir því sem þeir eru lengra í burtu frá okkur.
FRAMKVÆMD
Skoðið vel myndirnar sem fylgja hverju skrefi
1. skref
Nemendur fá A5 blað og teikna einfalda framhlið á byggingu sem fyllir út í blaðið.
Með reglustriku eru gerðar láréttar línur eftir gluggum og hurðum.
2.-3. skref
Nemendur finna miðjuna á stóra kartoninu (22,5 cm og 16 cm) og teikna hvarfpunktinn.
Síðan er sjónhæðarlína teiknuð lárétt í gegnum hvarfpunktinn.
4.-5. skref
Staðsetning láréttu línanna á A5 blaðinu er færð yfir á stóra kartonið, bæði hægra og vinstra megin. Nemendur draga línur með reglustiku frá staðsetningu láréttu línanna og í punktinn. Þá eru komnar hjálparlínurHjálparlínur eru línurnar sem notaðar eru til að ná fram línulegri fjarvídd. Þegar myndin er tilbúin eru hjálparlínurnar strokaðar út. More sem sýna hvernig húsin minnka eftir því sem þau fjarlægjast eða nálgast hvarpunktinn (ath. að á myndinni er búið að teikna línu fyrir gangstétt).
6. skref
Nú þarf að mæla breidd húsanna. Húsin eru breiðust yst en mjóst næst hvarfpunktinum. Mælt er á sjónhæðarlínunni og merkt við skv. eftirfarandi: hús 1: 9 cm, hús 2: 5,5 cm, hús 3: 3,3 cm, hús 4: 2 cm. Síðan eru dregin lóðrétt strik í gegnum punktana. Þá eru komnar hjálparlínurHjálparlínur eru línurnar sem notaðar eru til að ná fram línulegri fjarvídd. Þegar myndin er tilbúin eru hjálparlínurnar strokaðar út. More sem sýna breidd húsanna eða hvernig þau mjókka eftir því sem þau fjarlægjast.
7.-8. skref
Því næst eru þaklínurnar teiknaðar og nú fer formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More húsanna að sjást í gegnum hjálparlínurnar.
9.-11. skref
Næsta skref er að teikna glugga og hurðir og nota til þess hjálparlínurnar.
12.-14. skref
Bæta má við í bakgrunninn s.s. gangstétt, skiltum, ljósastaurum, fjöllum eða húsum.
Þegar búið er að teikna allt sem á að vera á myndinni er farið ofan í allar línur nema hjálparlínurHjálparlínur eru línurnar sem notaðar eru til að ná fram línulegri fjarvídd. Þegar myndin er tilbúin eru hjálparlínurnar strokaðar út. More með mjóum svörtum tússpenna (t.d. Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6).
Að því loknu eru allar hjálparlínurHjálparlínur eru línurnar sem notaðar eru til að ná fram línulegri fjarvídd. Þegar myndin er tilbúin eru hjálparlínurnar strokaðar út. More strokaðar út.
16. skref
Að lokum er myndin lituð t.d. með trélitum, tússlitum eða pastelkrít.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvað er það sem gefur mynd dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More?
Í lok verkefnisins:
Hvað hafið þið lært af þessu verkefni?
ÍTAREFNI
Leitarorð: fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More | linear perspective | one-point perspective | perspective drawing
ALDUR
Miðstig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samþættingarverkefni sjónlista og annarra greina eftir því hvernig verkefnið er útfært.
EFNI OG ÁHÖLD
A5 blöð
blýantar
pappír (45 x 32 cm)
reglustikur
trélitirEru litir í föstu formi sem eru búnir til úr litadufti, vaxi og/eða olíu og bindiefni. Sumir trélitir eru vatnsleysanlegir og geta virkað vel með blautum pensli. More, tússlitir og/eða pastelkrít
tússpennar, grannir og svartir (t.d. Artline 200-0,4 eða Artline 210-0,6)
HUGTÖK
fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More
hvarfpunkturHvarfpunktur er sá punktur þar sem hjálparlínurnar byrja. Myndir geta haft fleiri en einn hvarfpunkt. More
sjóndeildarhringurSjóndeildarhringur liggur þvert á hvarfpunktinn en það er sá punktur þar sem hjálparlínur byrja. Myndir geta haft fleiri en einn hvarfpunkt. More
LISTAMENN
Að eigin vali
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022