Risavaxnar kirkjur
Miklir konungar hafa gjarnan viljað reisa sér voldug minnismerki. Hið sama á við um afkomendur Karlamagnúsar. Þeir sóttust eftir að hafa í þjónustu sinni afburðamenn sem gætu hrint í framkvæmd hugmyndum sínum. Einn fyrsti þekkti listunnandinn á miðöldum var slíkur maður. Það var Bernvarður biskup í Hildesheim í Þýskalandi. Við skulum aðeins kynnast verkum hans nánar.
Bernvarður lét reisa tvær kirkjur í Hildesheim og eru þær báðar athyglisverð listaverk, hvor á sinn hátt. Sú fyrri er Mikjálskirkjan sem var reist á árunum 1001–1031. Hin síðari er Maríudómkirkjan, byggð á árunum 1010–1020. Mikjálskirkjan er ein elsta kirkjan í hinum rómanska stíl og markar upphaf nýrra hugmynda í byggingarlistListrænn og tæknilegur þáttur í byggingu mannvirkja. Eins og í öðrum listgreinum nær byggingarlist bæði yfir fagurfræði og notagildi sem eru samofnir þættir í hverju verki. Áherslur á hvort um sig eru mismunandi eftir verkum. Flest menningarsamfélög hafa þróað með sér sérstakan byggingarstíl og háþróuð samfélög hafa tileinkað sér fjölbreytta tækni, stíl- og byggingartegundir. More. Maríudómkirkjan hefur hins vegar að geyma merkilegar bronshurðir og bronssúlu sem mörkuðu tímamót í listasögunni. Tæknin sem var notuð við að steypa bronshurðirnar er kölluð „horfið vaxEr rómversk bronssteypuaðferð. Forn aðferð til að búa til afsteypur úr málmi af höggmyndum eða nytjahlutum. Fyrst er höggmyndin mótuð í leir eða tálguð úr tré. Síðan er búið til mót af henni úr gifsi. Ef myndin er einföld er gifsmótið í tveimur hlutum en stundum þarf mótið að vera samsett úr mörgum einingum. Upprunalega höggmyndin er tekin innan úr gifsmótinu og það sett saman á nýjan leik. Þá er bráðnu vaxi hellt ofan í mótið, ekki ólíkt því hvernig páskaeggin eru búin til. Þannig verður til afsteypa af upprunalegu höggmyndinni úr vaxi. Við vaxmyndina er bætt greinum úr vaxi sem verða síðar að aðfærsluæðum fyrir bráðinn málminn. Síðan er steypt mót utan um vaxmyndina úr hitaþolnu efni en ólíkt fyrra mótinu er þetta mót ekki með samskeytum. Síðan er mótið hitað í brennsluofni þannig að vaxið bráðnar og rennur burt og eftir stendur mótið tómt, tilbúið til að taka við bráðnum málminum sem oftast er brons. Þegar málmurinn hefur kólnað er mótið brotið utan af, aðfærsluæðarnar skornar burt og höggmyndin slípuð og lagfærð. Styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli eftir Einar Jónsson var búin til með þessari aðferð. More“.
Mikjálskirkjan í Hildesheim í Þýskalandi.
Bronshurðirnar í Maríudómkirkjunni
Á vinstri hurðinni eru átta myndir er tengjst Gamla testamentinu. Þar má sjá sköpun mannsins, Adam og Evu undir skilningstré góðs og ills, brottreksturinn úr aldingarðinum og dráp Kain á Abel, bróður sínum. Söguna má lesa frá efsta ramma til hins neðsta.
Á hægri hurðinni eru einnig átta myndir, þær sýna ævi Krists, allt frá boðun Maríu til upprisu Frelsarans. Öfugt við vinstri hurðina þá er sagan lesin frá neðstu mynd til þeirrar efstu. Lágmyndirnar á hurðunum eru svo frábærlega vel gerðar að þær voru fyrirmynd margra slíkra bronshurða allt fram að endurreisninni.
Bronshurðirnar í Maríudómkirkjunni í Hildesheim í Þýskalandi.
Refillinn frá Bayeux – Fyrsta teiknimyndasagan
Refillinn er mikilvægur fyrir okkur Íslendinga því refilsaumurRefilssaumur dregur nafn sitt af reflum eða veggtjöldum sem unnin voru hér á landi fram á 17. öld og höfð í híbýlum manna en þekktastur er hann í altarisklæðum frá síðmiðöldum. Saumgerðin hefur hin síðari ár verið endurvakin og viðhaldið. Íslenski refilsaumurinn er náskyldur þeim sem notaður er í Bayeuxreflinum sem nefndur er eftir borginni Bayeux í Frakklandi en hann er eitt merkasta veraldlega listaverkið sem varðveist hefur frá miðöldum. More er handverk sem einungis hefur varðveist hér á Íslandi með einni norskri undantekningu. Refillinn er varðveittur í Dómkirkjunni í Bayeux á Normandí-skaga í Frakklandi. Refillinn, eða veggteppið, er sjötíu metra langur og hálfur metri að breidd. Hann er í raun myndasaga sem segir frá innrás Vilhjálms hertoga af Normandí inn í Bretland árið 1066. Það var í síðasta sinn sem nokkrum tókst að hernema Bretlandseyjar.
Textinn er á latínu en myndirnar, herklæðin og skipin eru norræn. Í raun er Bayeux-refillinn nákvæmasta heimild sem til er um daglegt líf, klæðnað, vopn, siglingar og orustur norrænna manna. Ástæða þess að refillinn hefur varðveist jafn vel og raun ber vitni er sú að hann var aðeins tekinn fram við hátíðleg tækifæri en geymdur þess á milli á dimmum og þurrum stað. Ekki er vitað með vissu hverjir saumuðu refilinn en hann er markverðasta veraldlega listaverkið sem varðveist hefur frá miðöldum.