Skip to main content

REFILSAUMUR

Refilssaumur dregur nafn sitt af reflum eða veggtjöldum sem unnin voru hér á landi fram á 17. öld og höfð í híbýlum manna en þekktastur er hann í altarisklæðum frá síðmiðöldum. Saumgerðin hefur hin síðari ár verið endurvakin og viðhaldið. Íslenski refilsaumurinn er náskyldur þeim sem notaður er í Bayeuxreflinum sem nefndur er eftir borginni Bayeux í Frakklandi en hann er eitt merkasta veraldlega listaverkið sem varðveist hefur frá miðöldum.