Skip to main content

RAUNSÆI

Stefna sem kom fram um miðja 19. öld en meginmarkmið hennar er að lýsa umhverfinu eins skýrt og skilmerkilega og kostur er. Öfugt við rómantísku stefnuna þá fjallaði raunsæisstefnan um það almenna fremur en hið sérstæða. Hún hafnaði trúarlegum, sögulegum og goðsögulegum viðfangsefnum. Þess í stað var samtímanum lýst með beittri gagnrýni á yfirstéttina en hinar lægri stéttir fengu vinsamlegri umfjöllun. Þannig varð raunsæisstefnan að verkfæri í pólitískri baráttu. Raunsæisstefnan varð ekki langlíf en hún rann saman við impressjónismann eftir 1860.