Skip to main content

BYGGINGARLIST

Listrænn og tæknilegur þáttur í byggingu mannvirkja. Eins og í öðrum listgreinum nær byggingarlist bæði yfir fagurfræði og notagildi sem eru samofnir þættir í hverju verki. Áherslur á hvort um sig eru mismunandi eftir verkum. Flest menningarsamfélög hafa þróað með sér sérstakan byggingarstíl og háþróuð samfélög hafa tileinkað sér fjölbreytta tækni, stíl- og byggingartegundir.