List á tímum breytinga
Í lok 19. aldar fóru að myndast þéttbýlisstaðir á Íslandi, meðal annars í Reykjavík, og borgarastétt sem vildi njóta lista og menningar í meira mæli en áður hafði þekkst. Á þeim tíma höfðu aðeins sárafáir Íslendingar átt þess kost að sækja nám í teikningu eða myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More. Einn þeirra var Sæmundur Magnússon Hólm (1749–1821) sem lagði stund á nám í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann hélt utan árið 1774 og lærði fyrst heimspeki áður en hann hóf listnám. Hann lærði líka guðfræði og lögfræði. Sæmundur teiknaði ýmsa samferðamenn sína og það er því honum að þakka að við vitum hvernig ýmist mektarfólk sem lifði fyrir daga ljósmyndatækninnar leit út. Eftir að heim var komið gerðist Sæmundur prestur.
Rauðkrítarmynd af Sveini lækni Pálssyni eftir Sæmund Magnússon Hólm.
Þjóðminjasafnið: Mms-43
Sigurður Guðmundsson málari (1833–1874) sem, aðeins 16 ára gamall, hóf nám í Konunglega listaháskólanum árið 1848 átti eftir að hafa meiri áhrif á lista- og menningarlíf Íslendinga en flestir. Þótt Sigurður hafi oftast verið kenndur við menntun sína og hafi sannarlega málað töluvert, einkum þó altaristöflur, og kennt teikningu þá hafði hann enn meiri áhrif á öðrum sviðum. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðbúningum og það var honum kappsmál að íslenskar konur klæddust þeim. Hann hannaði meira að segja skautbúninginn sem er hátíðarbúningur kvenna. Hann var líka áhrifamaður í leiklist, málaði leiktjöld og vann að búningum og gervi leikaranna. Annað sem mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð var stofnun Forngripasafnsins árið 1863 sem síðar fékk heitið Þjóðminjasafn Íslands.
Sigurður Guðmundsson, Gamall maður, blý, 50,5 x 40,5 cm, 1852.
Listasafn Íslands: LÍ 1416
Á 19. öld fór staða kvenna að taka breytingum, sérstaklega þeirra sem tilheyrðu yfirstéttinni í samfélaginu. Konum gáfust nú tækifæri til menntunar sem áður höfðu ekki þekkst. Á seinni hluta 19. aldar og upphafi þeirrar 20. hófu fjölmargar íslenskar konur listnám. Sumar sóttu tíma hjá Sigurði málara og öðrum sem síðar kenndu teikningu en tíu konur héldu utan til náms. Engin þeirra gerði myndlistina að ævistarfi en margar höfðu þó mikil áhrif á listalíf Íslendinga, t.d. með teiknikennslu, sölu á listvarningi og postulínsmálun. Þótt þessar konur hafi verið frumkvöðlar hafa þær ekki verið fyrirferðamiklar í listasögunni en á síðustu árum hafa verk þeirra og saga verið rannsökuð og dregin fram í dagsljósið. Vegna þess að tilvera þeirra innan listarinnar var flestum hulin eru þær stundum nefndar „huldukonurnarKonur sem fóru í myndlistarnám erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. Þær voru frumkvöðlar en þar sem tilvera þeirra innan listarinnar var flestum hulin þar til nýlega hafa þær stundum verið nefndar „huldukonurnar“ í íslenskri myndlist. More“ í íslenskri myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More.
Ein þeirra var Þóra Pétursdóttir Thoroddsen (1847–1917) sem var fyrst kvenna til að halda utan til náms árið 1873 en hún lærði í teikniskóla málarans Vilhelms Kyhn því á þeim tíma máttu konur ekki læra við Konunglega listaháskólann. Þóra varð fyrsti Íslendingurinn sem málaði Þingvelli með kirkjunni og gamla bænum en Þingvellir hafa æ síðan verið vinsælt myndefniÞað sem listamaður velur að mála hverju sinni. Einnig kallað mótíf. More íslenskra málara. Hún stofnaði teikniskóla í Reykjavík og meðal nemenda hennar var Þórarinn B. Þorláksson. Önnur huldukona, Sigríður Björnsdóttir (1879–1942), nam líka í Kaupmannahöfn en átti erfitt með að framfleyta sér af málaralistSú grein myndlistar sem einkennist af einstæðum myndverkum þar sem litarefni blandað bindiefni, t.d. vatni, olíu, eggjarauðu eða öðrum hentugum vökva, er borið á tvívítt undirlag, t.d. striga, viðarfjöl eða pappír. Liturinn er yfirleitt borinn á undirlagið með pensli en önnur verkfæri eru einnig notuð. (e. painting) | Málaralist More. Hún fékk vinnu við að mála postulínPostulín er hreinasta leirtegundin, sem þýðir að í því eru engar lífrænar leifar og liturinn er hvítur. Leirsteindin kaólín er aðaluppistaða postulíns en það verður til úr niðurbroti á graníti eða líparíti. Postulín er yfirleitt brennt við 1300°C en einnig er til postulín sem þolir 1400°C og jafnvel hærra. Postulín er ekki notað í skólastarfi, þó að gott sé að móta úr því, vegna þess að það vill springa og brotnar frekar í vinnslu en t.d. jarðleir. Einnig skekkist það auðveldlega í brennslu. Matarstell eru oftast unnin úr postulíni, af því að það er brennt við svo hátt hitastig og hefur því mikinn styrk og er ekki líklegt til að brotna. More hjá fyrirtækinu Bing & Grøndahl en síðar á lífsleiðinni átti hún eftir að vinna leirmuni í Listvinahúsinu hjá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal (1895–1963) og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að vinna að leirlistLeirlist nær yfir gerð skúlptúra, skrautmuna og nytjahluta úr brenndum leir en annað orð yfir brenndan leir er keramik. More. Um árabil kenndi hún líka teikningu og handavinnu.
Þingvellir eftir Þóru Pétursdóttur Thoroddsen, olíumálverkMyndverk máluð með olíulitum, þ.e. litum úr litarefni og jurtaolíu t.d. línolíu og eru þeir gjarnan þynntir með terpentínu. (e. oil paintings) | Málaralist More, 1883.
Þjóðminjasafnið: Þ_ÞTh-53