Skip to main content

POSTULÍN

Postulín er hreinasta leirtegundin, sem þýðir að í því eru engar lífrænar leifar og liturinn er hvítur. Leirsteindin kaólín er aðaluppistaða postulíns en það verður til úr niðurbroti á graníti eða líparíti. Postulín er yfirleitt brennt við 1300°C en einnig er til postulín sem þolir 1400°C og jafnvel hærra. Postulín er ekki notað í skólastarfi, þó að gott sé að móta úr því, vegna þess að það vill springa og brotnar frekar í vinnslu en t.d. jarðleir. Einnig skekkist það auðveldlega í brennslu. Matarstell eru oftast unnin úr postulíni, af því að það er brennt við svo hátt hitastig og hefur því mikinn styrk og er ekki líklegt til að brotna.