STUTT LÝSING Á VERKEFNINU
Kynna fyrir nemendum sögu mósaíklistar með tilvísun í ólíka menningarheima. Skapa aðstæður þar sem nemendur geta unnið saman eða sjálfstætt með endurvinnslu að leiðarljósi. Í lok verkefnis vinna nemendur mósaíkmyndir úr endurunnu efni.
MARKMIÐ
- beita aðferðum mósaíktækninnar við gerð myndverks
- safna saman og endurnýta fjölbreyttan pappír og umbúðir
- nýta lögmál myndbyggingar til að ná fram lifandi mynd
- geta fjallað um og greint muninn á ólíkum mósaíkverkum
- geta gert tilraunir með ólík formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More og liti
- geta sagt frá eigin sköpun með tilvísun í allt vinnuferlið með viðeigandi orðaforða
HÆFNIVIÐMIÐ SJÓNLISTA
Verkefnið stuðlar að því að við lok 4. bekkjar geti nemandi …
- nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræðiÖll listaverk eru byggð upp úr formum. Þeim er raðað á myndflöt eða í höggmynd og mynda heildstætt listaverk. Formfræði fjallar um tengslin á milli punkta, lína og flata sem mynda listaverkið. Með því að skoða form og tengslin á milli þeirra má læra margt um myndlist. More og myndbyggingar,
- tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
- þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni.
- fjallað um eigin verk og annarra.
Verkefnið stuðlar að því að við lok 7. bekkjar geti nemandi …
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.
Verkefnið stuðlar að því að við lok 10. bekkjar geti nemandi …
- greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More.
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið.
- sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal.
- notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á verkefninu og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati.
- gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra.
- túlkað lokaniðursöður verkefnisins með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði. · greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismatMat á almennum verðmætum í lífinu, annaðhvort persónubundið eða háð félagshópum. More.
KENNSLUSTUND 1-2
Byrjað er á kveikju. Kennari fjallar um um mósaíklist og sýnir dæmi um slíka list. Einnig er áhugavert að benda á muninn á samklippi og mósaíklist.
Nemendur skissaUppkast að listaverki. More myndir sem þeir ætla að vinna, s.s. landslags-, plöntu-, dýra- eða húsamynd. Nemendur taka endurnýtanleg blöð og mála yfir þau. Til dæmis með málningu sem var afgangs í málningarbökkum. Gott er að hafa það sem reglu að láta nemendur mála með afgangsmálningu úr bökkum á endurunninn pappír.
KENNSLUSTUND 3
Þegar málningin er þornuð eru blöðin klippt niður í þá stærð sem nota á í mósaíkmyndina. Nota má pappírsskera til þess, skæri eða jafnvel rífa niður blöðin í rétta stærð. Brotin þurfa ekki öll að vera eins í laginu. Í mósaíkMyndverk samsett úr smáum einingum oftast úr steini eða gleri sem eru reglulegar að lögun og í mismunandi litum. Flísarnar eru lagðar í blautan múr eða festar með steinlími, oftast á vegg eða gólf. (e. mosaics) | Skúlptúr More er gjarnan unnið með fjölbreytt geometrísk formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More. Mikilvægt er að skipuleggja vel vinnuna og hvetja nemendur til að gera prufur hvað varðar litasamsetningu og myndbyggingu. Einnig að hvetja þá til að gera tilraunir með stefnu flísanna.
Nemendur teikna einfalda mynd á karton/pappa eða annað hart efni, líma svo bútana á það og búa til mósaíkmynd. Nemendur eru hvattir til að þekja alla myndina. Að lokum má hengja upp myndirnar og halda sýningu.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvert var hlutverk mósaíkverka á blómatíma Rómverja og Grikkja?
Hver finnst ykkur vera aðal munurinn á Evrópskum mósaíkmyndum og mósaíkmyndum frá öðrum heimsálfum?
Hverskonar mósaíkverk finnst ykkur höfða mest til ykkar og hvers vegna?
Hvernig finnst ykkur líf og hreyfingHreyfing og kyrrð segir til um hvernig augað færist yfir myndflötinn og myndbygginguna. Með því að búa til endurtekningu á formum í myndfletinum skapast oft meiri hreyfing. Eðli formanna og litanna í myndfletinum skapar hreyfingu hvort sem þau eru þung eða létt. Hrynjandi og endurtekning skapar einnig hreyfingu. More tengjast í myndfletinum og fjölbreytt stefna flísanna?
LISTASAGA
Gullöld mósaíkmynda er talin hafa verið u.þ.b. 500-900 e.Kr. Við mósaíkgerð vinna listamenn með smáar flísar, steina eða önnur sambærileg efni. Efninu er raðað í mynd eða mynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More. Mósaíkmyndir eru gerðar í mismunandi stærðum, allt frá smáum einingum á lágmyndum til gríðarstórra verka sem lögð eru beint á veggi, gólf eða loft. Mósaíkmyndir er að finna í mörgum kirkjum og í neðanjarðarlestarstöðvum eins og t.d. verk Chuck Close í New York. Einnig er mósaíkMyndverk samsett úr smáum einingum oftast úr steini eða gleri sem eru reglulegar að lögun og í mismunandi litum. Flísarnar eru lagðar í blautan múr eða festar með steinlími, oftast á vegg eða gólf. (e. mosaics) | Skúlptúr More að finna á ýmiskonar húsbúnaði. Listamenn pointalismans eins og t.d. Georges Seurat og Paul Signac nýttu sér sömu hugmyndafræði og mósaíklistamenn í sinni list. Hún byggist á punktum sem blandast saman þegar áhorfandinn fjarlægist verkin. Skoðaðu verk eftir þessa listamenn, hvernig lögunin er, litasamsetning og fleira.
ALDUR
Öll aldursstig
GRUNNÞÆTTIR
sjálfbærni, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
3 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samfélagsfræði – Umfjöllun um ólík menningarsvæði og mósaíkMyndverk samsett úr smáum einingum oftast úr steini eða gleri sem eru reglulegar að lögun og í mismunandi litum. Flísarnar eru lagðar í blautan múr eða festar með steinlími, oftast á vegg eða gólf. (e. mosaics) | Skúlptúr More
Smíði – Smíða platta eða kistil sem mósaíkin er unnið á
Trúarbragðafræði – Sýna mismunandi mósaíkverk í moskum, kirkjum eða öðrum helgistöðum
EFNI OG ÁHÖLD
- Ljósritunarpappír.
- Málning s.s. akríllitir eða þekjulitirEru þekjandi vatnsleysanlegir litir sem eiga uppruna sinn í Frakklandi. Þeir eru útbúnir með því að blanda litadufti við vatn og bindiefni, s.s. arabískt gúmmí. More. Einnig má nota afgangs málningu sem nemendur skilja eftir í bökkum þegar þeir hætta að mála.
- Teiknipappír/karton. Í upphafi annar er gott að segja nemendum frá því að ætlunin sé að vinna mósaíkverk og fá þau til að safna ýmiskonar pappír sem fellur til s.s. sælgætisbréfum, gjafapappír og þess háttar. Tilvalið að nota gömul karton, teiknipappír eða jafnvel pappakassa undir sjálfa myndina. Hér er um að gera að nota pappír sem annars á að henda, s.s. ljósritunarpappír eða dagblöð.
- Fundið efni s.s. sælgætisbréf, umbúðapappír og tímarit.
- Pappírslím.
- Skæri (pappírsskeri ef vill).
Hugtök
andstæðir litirLitir sem eru staðsettir andspænis hvor öðrum á litahringnum. Ef blandað er saman rauðum og bláum verður til fjólublár, gulur er andstæður litur þess fjólubláa. Þegar andstæðir litir eru settir hlið við hlið hafa þeir sterk áhrif hvor á annan. Það getur t.d. verið gott að skapa hreyfingu með því að nota andstæða liti. More
geometrísk formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More
hliðstæðir litirÞrír litir sem eru við hliðina á hver öðrum á litahjólinu: Rauður, appelsínugulur og gulur. Hliðstæðir litir geta framkallað áhrif samfellu. More
hreyfingHreyfing og kyrrð segir til um hvernig augað færist yfir myndflötinn og myndbygginguna. Með því að búa til endurtekningu á formum í myndfletinum skapast oft meiri hreyfing. Eðli formanna og litanna í myndfletinum skapar hreyfingu hvort sem þau eru þung eða létt. Hrynjandi og endurtekning skapar einnig hreyfingu. More
hrynjandiHrynjandi er eins og taktur sem vísar í hvers kyns reglubundna endurtekningu. Hrynjandi er notuð til að vekja upp áhuga og samloðun. Hrynjandi og hreyfing eru nátengd hugtök. More
línaLína hefur upphaf og endi í punkti. Hún getur haft fjölbreytta lögun, verið óregluleg og regluleg, bein, hlykkjótt, loðin, áberandi, gróf, fíngerð o.s.frv. More
menningarsvæði
myndbyggingÖll listaverk eru með eina ríkjandi myndbyggingu. Þegar myndbygging er rædd er vísað í alla uppbyggingu myndverksins með því að fjalla t.d. um liti, fleti, línur, stefnu, hreyfingu, dýpt, rými, forgrunn, bakgrunn, miðrými. More
stefna
LISTAMENN / HÖNNUN
Fæddist í Ólafsvík
Miðlar: málaralistSú grein myndlistar sem einkennist af einstæðum myndverkum þar sem litarefni blandað bindiefni, t.d. vatni, olíu, eggjarauðu eða öðrum hentugum vökva, er borið á tvívítt undirlag, t.d. striga, viðarfjöl eða pappír. Liturinn er yfirleitt borinn á undirlagið með pensli en önnur verkfæri eru einnig notuð. (e. painting) | Málaralist More, samklippSamklipp (collage) er miðill og aðferð í myndlist þar sem úrklippum úr dagblöðum, tímaritum, auglýsingabæklingum eða öðru prentuðu efni, lituðum pappír, miðum og jafnvel umbúðum er raðað saman og það svo límt á tvívíðan flöt. Franska orðið „collage“ er alþjóðlegt heiti yfir samklipp eða klippimynd en límmynd væri þó nákvæmari þýðing því að orðið „coller“ þýðir að líma á frönsku. Gerð klippimynda má rekja langt aftur í tímann og þær má meðal annars finna í japanskri skrautritun frá 12. öld og talið er að evrópskir munkar hafi notað samklipp í handritslýsingum á miðöldum. Það var þó ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem tæknin öðlaðist sess í listasögunni. Flestallir framúrstefnulistamenn á fyrri hluta 20. aldar sem unnu verk undir merkjum dadaisma, súrrealisma og kúbisma heilluðust af samklippinu og þeim möguleikum sem það bauð upp á. (e. collage) | Samklipp More
Guðmundur Guðmundsson er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og hann ólst upp á Kirkjubæjarklaustri. Hann tók sér síðar listamannsnafnið Ferró en þegar hann bjó á Ítalíu við nám gat enginn sagt Guðmundur. Síðar datt f-ið út og eftir stendur Erró. Þegar Erró var lítill kom Kjarval í sveitina hans til að mála úti í náttúrunni. Það var hátíð í sveitinni þegar Kjarval renndi í hlað líkt og hann væri þjóðhöfðingi. Erró segir að Kjarval hafi kveikt hjá sér áhugann á að mála og síðar þegar hann var sjálfur orðinn listamaður rifjaði hann upp í bréfi til mömmu sinnar hversu mikil áhrif Kjarval hafði á sýn hans á myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More. (1)
Erró lærði myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More í Reykjavík, Flórens, Ravenna og Osló og flutti til Parísar árið 1958 og hefur búið þar síðan. Hann dvelur í Tælandi á vetrum en í húsi sínu á Spáni á sumrin. Árið 1989 gaf Erró Listasafni Reykjavíkur 2.000 verk eftir sig en nú eru þau orðin 4.000. Viðfangsefni hans eru oftast samfélagið sjálft, ádeilur og viðfangsefni líðandi stundar; neyslusamfélagið, stríðsrekstur, oftrú á tækninni. List hans flokkast undir svokallaða popplistStefna í myndlist sem fram kom í Evrópu og Bandaríkjunum um 1960 þar sem myndefni er sótt m.a. í myndasögur og auglýsingar, með áherslu á neyslusamfélagið. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar urðu heilmiklar breytingar á lifnaðarháttum í hinum vestræna heimi. Fjöldaframleiðsla alls kyns neysluvarnings jókst og ofbauð hópi listamanna í London neysluhyggjan. More. Erró er fyrst og fremst málari en hefur mikið notað klippimyndir í list sinni. Verkin eru auðþekkjanleg enda litrík og hafa sterk höfundareinkenni. Erró er lífsglaður og orkumikill og hefur verið gríðarlega afkastamikill listamaður. Líf hans hefur verið mjög viðburðaríkt og ævintýralegt eins og lesa má í ævisögu hans. Í safneign Listasafns Íslands er verk án titils sem sýnir konu sem hefur orðið tæknivæðingunni að bráð og persónueinkenni hennar hafa máðst út. Verkið er gert árið 1958 en stíll hans átti eftir að breytast mikið eftir það.
Heimild:
Aðalsteinn Ingólfsson. (1991). Erró, margfalt líf. Reykjavík: Mál og Menning
Erró, Án titils, samklippSamklipp (collage) er miðill og aðferð í myndlist þar sem úrklippum úr dagblöðum, tímaritum, auglýsingabæklingum eða öðru prentuðu efni, lituðum pappír, miðum og jafnvel umbúðum er raðað saman og það svo límt á tvívíðan flöt. Franska orðið „collage“ er alþjóðlegt heiti yfir samklipp eða klippimynd en límmynd væri þó nákvæmari þýðing því að orðið „coller“ þýðir að líma á frönsku. Gerð klippimynda má rekja langt aftur í tímann og þær má meðal annars finna í japanskri skrautritun frá 12. öld og talið er að evrópskir munkar hafi notað samklipp í handritslýsingum á miðöldum. Það var þó ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem tæknin öðlaðist sess í listasögunni. Flestallir framúrstefnulistamenn á fyrri hluta 20. aldar sem unnu verk undir merkjum dadaisma, súrrealisma og kúbisma heilluðust af samklippinu og þeim möguleikum sem það bauð upp á. (e. collage) | Samklipp More, 32 x 25 cm, 1958.
LÍ 4830
HÖFUNDUR
ⓒ Bergdís Guðnadóttir (Lækjarskóla)
Menntamálastofnun 2023