MARKMIÐ
Að nemendur tjái sig um eigin tilfinningar og skoðanir með sjálfsmynd sem tengist þeirra eigin reynsluheimI. Að nemendur þjálfist í að beita fjölbreyttum aðferðum og tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More til að greina sjónrætt áreiti daglegs lífs. Nemendur fjalli um hvernig auglýsingar geta haft áhrif á eigið líf og gildismatMat á almennum verðmætum í lífinu, annaðhvort persónubundið eða háð félagshópum. More.
HÆFNIVIÐMIÐ SJÓNLISTA
Við lok 10. bekkjar getur nemandi:
· greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More.
· tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið,
· sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal,
· notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á verkefninu og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati
· gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra,
· túlkað listaverk og hönnunMótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld. More [lokaniðurstöður verkefnisins] með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði,
· greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismatMat á almennum verðmætum í lífinu, annaðhvort persónubundið eða háð félagshópum. More.
KVEIKJA
• Skoðið sýningaskrár sem fjalla um sjálfsmyndir íslenskra myndlistarmanna, t.d. á vef Listasafns Reykjavíkur.
• Ræðið um sjálfsmyndir erlendra listamanna s.s. Fridu Kahlo, Judith Leyster, Velazques og Van Gogh.
• Skoðið verk Köru Walker sem segir sögur í gegnum skuggamyndir. Leitarorð: kara walker self portrait
• Ræðið um táknHlutur eða fyrirbæri sem látinn er tákna eitthvað annað en hann í rauninni er. More sem eru í umhverfinu, samfélaginu og áhrifamátt auglýsinga. Í kjölfarið ræðið um hvað það er sem mótar okkur sem einstaklinga.
• Veljið ljósmyndir af 6-14 hlutum sem hafa áhrif á daglegt líf ykkar. Hvaðan eru þessar myndir, fyrir hvað standa þær, hvað tákna þær? Hægt er að senda kennara myndirnar rafrænt, prenta þær út og flokka þær í sameiningu.
• Námsefnið Myndamáttur byggist á kennslu- og rannsóknaraðferð sem ber enska heitið photovoice og hefur það markmið að efla raddir ólíkra samfélagshópa með aðstoð ljósmynda. Tilvalið er að kynna sér og vinna með það efni í tengslum við þetta verkefni.
KENNSLUSTUND 1
Byrjað er á kveikju. Skuggamyndir eru kynntar og fjallað um hvernig grafískir hönnuðir nota stundum skuggamyndir í lógó s.s. bónus svínið, Apple eplið, skilti á salernum, Ferrari skiltið, adidas eða Nike.
Ræðið um af hverju margir þekkja betur þessi lógó heldur en t.d. mismunandi tegundir laufblaða. Fjallið um áhrifamátt auglýsingar.
Sýnið nemendum mörg mynddæmi um hvernig listamenn hafa unnið með bæði vangamyndir og skuggamyndir.
KENNSLUSTUND 2-3
Nemendur útbúa skuggamynd af eigin vanga en fyrst er það hugmyndavinna. Að finna þá útfærslu og efnistök sem þau vilja leggja áherslu á. Nemendur gera tilraunir í skissubók með þær útfærslur sem þau vilja leggja áherslu á og bera undir kennara. Því næst gera þau hugarkort um sig sjálf, áhugamál sín og það sem þau vilja standa fyrir. Gott er að miða við að hámarki 14 atriði sem eiga að vera hluti af myndinni.
Hver og einn nemandi teiknar í samvinnu við annan nemanda útlínurSvartar línur utan um form eða hluti, til dæmis í teiknimyndasögum. More af eigin vangasvip. Hægt er að notast við myndvarpa með myndavél og skjávarpa. Nemendur vinna á pappír sem hentar því efni sem unnið er með hverju sinni. Gott er að hafa í huga að það hentar vel að byrja á að teikna andlitið, því að þegar líður á ferlið verður erfiðara að halda höfðinu kyrru. Kennari getur aðstoðað með því að halda lauslega við höfuð nemenda á meðan dregnar eru útlínurSvartar línur utan um form eða hluti, til dæmis í teiknimyndasögum. More.
Ef unnið er með tússpenna þá er gott að byrja á að fara ofan í blýantsútlínurnar með svörtum tússpenna (t.d. Bic marking pocket eða Artline 70). Gætið þess að hlutir í bakgrunni séu ekki of smáir. Gott er að ganga aðeins frá myndinni til að skoða hana í heild og vega og meta stærðarhlutföll.
KENNSLUSTUND 4
Unnið er áfram með myndina og hún fullkláruð. Að lokum eru myndirnar hengdar upp og ræddar. Nemendur segja frá sínu verki og ræða verk samnemenda.
AUKAVERKEFNI
Nemendur velja annað hvort af eftirfarandi verkefnum:
- Veldu sjálfsmyndPortrett sem listamaður málar eða teiknar af sjálfum sér. More eftir einhvern viðurkenndan listamann. Hvaða aðferðum beitti hann við gerð verksins? Hvað finnst þér áhugaverðast við verkið og uppbyggingu þess? Tilheyrir þetta verk einhverri ákveðinni stefnu eða straumum?
- Veldu eitt af verkum Köru Walker. Hvaða sögu er hún að segja? Hvers vegna ætli hún velji að segja söguna á þennan máta? Hvaða hlutverk hefur svarti liturinn?
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvaða táknHlutur eða fyrirbæri sem látinn er tákna eitthvað annað en hann í rauninni er. More valdir þú og hvers vegna?
Hvernig þróaðir þú hugmyndina þína?
Hvernig hentaði sú tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More sem þú valdir verkefninu? Hvers vegna varð hún fyrir valinu?
Heldur þú að fólk sé almennt nógu meðvitað um áhrif auglýsinga og tákna á daglegt líf þeirra?
ALDUR
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, heilbrigði og velferð, jafnrétti, sjálfbærni, sköpun.
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
ca. 5 x 40 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samþættingarverkefni sjónlista, samfélagsgreina og upplýsinga- og tæknimennt.
EFNI OG ÁHÖLD
blýantur
karton hvítt/vatnslitapappír (A2)
mislitir tússpennar
myndvarpi, ljósaborð og/eða gluggi.
penslar
skissupappír (A4 eða A3)
strokleður
svartur varanlegur túss (blekLitaður vökvi eða þykkni notað til að skrifa, teikna eða prenta. Það er til í mörgum litatónum. Efnasamsetning bleks er oft flókin en það getur t.d. innihaldið litarefni, trjákvoðu og leysiefni. (e. ink drawing) | Teikning More)
vatnslitirEru gagnsæir litir sem eru búnir til úr litadufti og arabísku gúmmí sem bindiefni. Þegar unnið er með vatnslitum er glært vatn notað sem hvítur og til að ná dýpri lit þá er notað meira af litnum. More
ýmis tímarit
HUGTÖK
flöturFlötur myndast þegar línur tengjast saman. Stundum er talað um myndflöt þá er átt við alla myndina eða allt málverkið. Flötur getur líka verið eining innan myndflatarins. More
jákvætt og neikvætt rýmiRými eða form sem umlykur fyrirmynd, bakgrunnur, eins og himinn umhverfis ský. More
klippimyndMyndir sem eru búnar til með því að líma saman ýmislegt efni, svo sem úrklippur úr dagblöðum, litaðan pappír og svo framvegis. Einnig kallað kollas. More
litasamsetning
myndbyggingÖll listaverk eru með eina ríkjandi myndbyggingu. Þegar myndbygging er rædd er vísað í alla uppbyggingu myndverksins með því að fjalla t.d. um liti, fleti, línur, stefnu, hreyfingu, dýpt, rými, forgrunn, bakgrunn, miðrými. More
skuggamynd
stefna og átt
táknHlutur eða fyrirbæri sem látinn er tákna eitthvað annað en hann í rauninni er. More
vangamynd
LISTASAGA
T.d. samtímalistHugtakið samtímalist nær yfir list samtímans. Helsta einkenni hennar er frelsi listamannsins til þess að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Þess vegna er hugtakið samtímalist fremur safnheiti en nafn á tiltekinni stefnu eða stíl. Listamenn dagsins í dag hafa nánast ótakmarkað val um efnivið og efnistök. Þeir geta málað hefðbundin olíumálverk, tekið ljósmyndir, sýnt gjörninga, unnið vídeóverk eða jafnvel notað demanta og dýrahræ í verk sín. Samtímalist er, rétt eins og eldri list, oft andsvar við eða þróun frá eldri stefnum eða stílum. Listamenn geta tjáð afstöðu sína með verkum sínum eða vakið áhorfendur til umhugsunar. More
HÖFUNDUR
Menntamálastofnun 2022