STUTT LÝSING
Nemendur búa til disk og láta ímyndunaraflið ráða þegar hann er skreyttur.
HÆFNIVIÐMIÐ
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
• nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræðiÖll listaverk eru byggð upp úr formum. Þeim er raðað á myndflöt eða í höggmynd og mynda heildstætt listaverk. Formfræði fjallar um tengslin á milli punkta, lína og flata sem mynda listaverkið. Með því að skoða form og tengslin á milli þeirra má læra margt um myndlist. More og
myndbyggingar,
• skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum.
Hæfniviðmið fyrir samfélagsfræði
Við lok 4. bekkjar getur nemandi
• gert sér grein fyrir gildi náttúru og umhverfis og mikilvægi góðrar umgengi,
• tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti,
• áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna.
KVEIKJA
Hvað er skemmtilegur diskur?
Viljið þið búa til skemmtilega diska, fyrst pappadiska og svo leirdiska?
FRAMKVÆMD
Nemendur teikna með blýanti einfalda mynd á hvítt blað af fugli, dýri eða öðru sem þau hafa áhuga á. Þau láta ímyndunaraflið ráða.
Klippa myndina síðan út og teikna eftir henni á pappadisk og mála svo diskinn með akrýllitum. Því næst búa nemendur til leirdiska. Fyrir yngstu nemendurna býr kennarinn til diskana sjálfur en þriðju bekkingar og eldri eiga að ráða við að búa til sinn disk en með aðstoð þó.
1.
Fletjið út hnoðaðan leir og sléttið með kökukefli, sjá nánar um plötuaðferð bls. 34 Leirmótun-keramik fyrir alla.
2.-3.
Hringur er skorinn út í leirplötuna, hér er hann um 20 x 20 cm. Þykkt plötunnar má vera 0,8–1,0 cm.
4.
Til þess að lyfta kantinum/brún disksins upp er hann látinn þorna á hring sem er vafinn úr dagblöðum.
Dagblaðahringurinn er settur á spónaplötu og diskurinn þar ofan á og ekki hreyfður fyrr en hann er orðinn þurr. Tekur
u.þ.b. 2–4 daga.
Til að slétta brúnina á diskinum er hún rúnnuð með fingrum eða rökum svampi.
Betra er að diskurinn sé nokkuð þurr (leðurharður) eða alveg þurr þegar málað er á hann. Nokkrir
dagar þurfa því að líða á milli þess sem hann er búinn til þar til hann er málaður. Geymið diskinn á
plötunni undir dagblaðsörk þar til hann er málaður.
5.
Nú er málað með leirlit, sjá bls. 45–47, á diskinn. Hér er allur flöturinn málaður í sama lit, svörtum.
7.
Farið eftir prjóninn er aðeins breikkað með prjóninum/nálinni svo að hvíti leirinn undir sjáist betur í gegn.
8.
Diskurinn er því næst hrábrenndur og loks glerjaður með glærum pensilglerung, sjá bls. 50, og síðan gljábrenndur við það hitastig sem glerungurinn leyfir.
ÖNNUR ÚTFÆRSLA
Myndin er klippt út og sett á diskinn. Útlínu myndefnisins er fylgt eftir með blýanti og myndin síðan máluð á með leirlitum. Þessa aðferð er hægt að vinna líka á hrábrenndan diskinn og glerja strax á eftir.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvenær notið þið pappadiska og hvenær keramikdiska?
Getið þið hugsað ykkur að nota alltaf pappadiska?
Hvers vegna er ekki æskilegt að nota pappadiska á öllum matmálstímum alla daga?
ÍTAREFNI
Picasso
• Leitarorð „pablo picasso“.
• Verk eftir Picasso má t.d. sjá á vefsíðunni Masterworks Fine Art.
• Umfjöllun um kúbisma á myndmenntavefnum.
Miro
• Leitarorð „joan miro“ og „joan miro museum“.
Annars konar verkefni
Textílmennt – Að vefa utan vefstóls – List á disk
ALDUR
Yngsta stig
GRUNNÞÆTTIR
Heilbrigði- og velferð, læsi og sköpun.
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
ca. 4 x 40 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samþættingarverkefni sjónlista og samfélagsgreina
EFNI OG ÁHÖLD
- akrýllitirAkrýl er málning sem gerð er úr litadufti, vatni og plastbindiefni. Akrýllitir þorna mjög hratt. Hægt er að nota vatn til að blanda litina en þegar þeir eru þornaðir hrinda þeir vatni frá sér. More
- blað
- blýantur
- dagblað til að nota fyrir þurrkun
- glær pensilglerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti. More
- hringur vafinn úr dagblaði leirlitir
- hvítur steinleirSteinleir er oftast grá- eða brúnleitur og það eru málmsölt og ýmis lífræn efni sem gefa honum ólíka liti og áferð. Hægt er að nota hann í alla leirmótun, bæði fyrir nytjahluti og skúlptúra. Hann er oftast brenndur á bilinu 1240-1290°C og gerir þessi mikli hiti hann sterkan. Steinleirinn er því ekki gljúpur eins og jarðleirinn, sem þýðir að hann heldur vatni. Algengt er að gólfflísar séu unnar í steinleir svo og ýmsir nytjahlutir. More ca. 800 grömm í skál sem er 15 x 15 cm
- kefli
- pappadiskar
- penslar
- prjónn (bambusprjónn) eða stór nál
- skæri
- viðarplata
HUGTÖK
GlerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Leirmunir eru glerjaðir til að gera þá sterkari og til að gefa þeim liti, áferð og skreytingu. More
Gljábrennsla
Hrábrennsla
Leirlitur
PensilglerungurGlerungur er gler og önnur steinefni sem blandað er saman í ákveðnum hlutföllum þannig að þau bráðni og haldist á leirmunum í gegnum háan hita, harðni og festist á þeim við kólnun. Pensilglerungar, líka kallaðir leirglerungar eða slippglerungar (dregið af enska orðinu slipglaze), innihalda sérstakan leir og þess vegna er hægt að mála með þeim með pensli á hrábrennda hluti. More
Plötuaðferð
LISTAMENN
Að eigin vali
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Kristín Ísleifsdóttir
Menntamálastofnun 2022