STUTT LÝSING
Verkefnið er módel/innsetning sem hjálpar nemendum að átta sig á hvaða áhrif við sem manneskjur getum haft á umhverfið okkar.
MARKMIÐ
- kveikja áhuga nemenda á umhverfinu og eigin griðastöðum og efla virðingu nemenda fyrir náttúrunni.
- auka skilning nemenda á hugtakinu staðir og hvaða áhrif við getum haft á umhverfið okkar.
- auka tilfinningu nemenda og væntumþykju þeirra fyrir eigin umhverfi og náttúrunni.
- auka skilning nemenda á mikilvægi þess að gera tilraunir í listsköpun og viðurkenna að mistök eru mikilvægur hluti af ferlinu.
- skapa aðstæður fyrir skapandi og frjóa, sjálfsprottna nálgun nemenda þar sem þeir fá svigrúm fyrir útfærslur hugmynda sinna.
HÆFNIVIÐMIÐ
Verkefnið stuðlar að því að við lok 4. bekkjar geti nemandi …
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun, með því að vinna með ólík efni og sýnt útsjónarsemi við val á efni (Sjónlistir, bls. 148)
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu, með því að gera tilraunir með efnivið og aðferðir (Sjónlistir, bls. 149)
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu, með því að segja frá eigin verki með tilvísun í hringrás náttúrunnar (Sjónlistir, bls. 149)
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur, með því að leggja mat á eigin verk og fjalla um reynslu sína við að skynja og upplifa (Sjónlistir, bls. 149)
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu, með því að tengja við umgengni við náttúru og mikilvægi virðingar gagnvart henni (Sjónlistir, bls. 149)
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni, með því að velja sér stað úti í náttúrunni til að vinna með (Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreina, bls. 142)
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni (Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og
KVEIKJA
Innlögn og kveikja
Í upphafi ræða nemendur og kennari um ólíka staði og þau ólíku lífsskilyrði sem einkenna þá.
Leikur: Kennari varpar upp mynd sem sýnir 10 ólíka staði með fjölbreyttri náttúru. Hann velur í huganum einn stað og nemendur eiga að reyna að finna út hver staðurinn er með því að spyrja hann já og nei spurninga. Nemendur geta þá spurt spurninga eins og „Er kalt á staðnum?“ „Er staðurinn á Íslandi?“ „Vaxa tré á staðnum?“
Listaverk: Kennari sýnir nemendum verkið High Plane VI eftir Katrínu Sigurðardóttur. Hann segir þeim frá því hvernig áhorfendur þurftu að klifra upp stiga til að skoða verkið. Eina leiðin að því var að gægjast með höfuðið í gegnum gat. Með því móti fengu áhorfendur innsýn í mikilfengleika heimskautasvæðanna og kyrrðina sem þar ríkir.
Katrín Sigurðardóttir, High Plane VI,
Listasafn Íslands: LÍ 6981
VINNUSTOFA
Minningar
ALDUR
Miðstig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun.
ÞVERFAGLEG TENGING
Náttúrufræði: Gróður, dýralíf og landslag.
Landafræði: Landakort, landslag.
Samfélagsfræði og lífsleikni: Samvinna, samfélagsgerð.
Stærðfræði: Stærðarhlutföll.
Heimilisfræði: Mataræði ákveðinna landssvæða/griðastaða.
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
6 x 40 mínútur
EFNI OG ÁHÖLD
A3 pappír fyrir hugarkort og pennar/tússlitir.
Skókassar í fjölbreyttri stærð. Kennari getur haft samband við verslanir og kannað hvort þar séu hentugir kassar sem nemendur geta fengið. Einnig má nota aðra kassa sem til falla í skólanum, t.d. undan ljósritunarpappír.
Mjög fjölbreytt efnisveita með náttúrulegan efniðvið og endurnýtt efni.
Lím, límbyssa, skæri, hnífur (undir umsjón kennara).
HUGTÖK
áferðÚtlit yfirborðs. Áferð er fjölbreytt, hún getur verið gróf, slétt, loðin, hrjúf o.s.frv. Hægt er að tala um áferð á þrívíðum hlut eins og stein, hraunmola og trékassa. Þá er vísað í snertingu. En það er líka hægt að tala um áferð teikningar og málverks. Þá er vísað í það sem augað sér. (e. texture) More
innsetning
myndbyggingÖll listaverk eru með eina ríkjandi myndbyggingu. Þegar myndbygging er rædd er vísað í alla uppbyggingu myndverksins með því að fjalla t.d. um liti, fleti, línur, stefnu, hreyfingu, dýpt, rými, forgrunn, bakgrunn, miðrými. More
rýmisverkUppröðun sem oft er sett saman úr þrívíðum hlutum og komið fyrir í herbergi til þess að hluturinn eða rýmið fái nýja merkingu. More
skúlptúrÞrívíð myndverk sem standa ein og sér eða eru fest á vegg (lágmyndir). Heitið kemur af latneska orðinu sculpere sem þýðir höggva eða meitla og eru verkin því einnig nefnd höggmyndir. Þrátt fyrir nafngiftina eru aðferðirnar við gerð verkanna mjög fjölbreyttar og eru þau t.d. höggvin, mótuð, skorin, steypt eða skeytt saman. Margs konar efniviður er einnig notaður í verkin t.d. gifs, leir, málmar, viður og ýmsar steintegundir. (e. sculpture) | Skúlptúr More
tilfinningar
LISTAMENN / HÖNNUN
Kathleen Vance (vefsíða)
Katrín Sigurðardóttir
Yin Xiuzhen
Verkefnið
Kennslustund 1–2
Þegar kennari hefur unnið með kveikju þá ræðir hann við nemendur um griðastaði og staði sem vert er að þykja vænt um. Nemendur nefna hvað það er sem einkennir slíka staði. Hver og einn nemandi gerir hugarkort um þá staði sem honum líður vel á. Hugarkortið getur innihaldið klippimyndir úr tímaritum, teikningar, skrifaðar athugasemdir og fleira. Í kjölfarið velur nemandinn einn stað sem honum þykir vænt um og vill vernda. Í næstu kennslustund gera nemendur módel af staðnum. Áður en sú vinna hefst setja nemendur niður á blað alla þá þætti sem einkenna staðinn. Dæmi um einkenni staðar geta verið veðursæld, lækjarniður, mjúkur mosi og fuglalíf. Nemendur eru hvattir til að koma með efni að heiman s.s. gamla kassa, efni o.s.frv. En einnig fá nemendur aðgang að kössum í skólanum sem og nauðsynleg áhöld. Kennari sýnir nemendum kassaskúlptúra Katrínar Sigurðardóttur og töskur Yin Xiuzhen (Leitarorð: Yin Xiuzhen).
Kennslustund 3–4
Áður en nemendur hefja vinnu við módelgerð kynnir kennari efnisveitu fyrir þeim. Nemendur segja frá hugmyndum sínum og rætt verður um aðstæður og hugmyndir sem kvikna. Kennari ræðir út frá sjónarmiðum sjálfbærni mikilvægi þess að fara vel með efni og að endurnýta. Hann spyr nemendur hvað það hafi í för með sér ef við berum ekki virðingu fyrir náttúrunni og fyrirbærum hennar. Tilvalið er að ræða einnig takmarkað vald mannsins yfir náttúrunni – þrátt fyrir að hann hagi sér býsna oft sem konungur alls. Fjallað er um mikilvægi þess að hafa samkennd með náttúrunni og fyrirbærum hennar, því án þess verndum við hana ekki. Nemendur hefjast handa við vinnuna.
Kennslustund 5–6
Nemendur klára módelið, svo sem ljúka við að mála það sem þarf að mála. Þeir búa til stutta kynningu á verkefninu sem á að fylgja með því.
Sýning
Sett er upp sýning á verkum nemenda, til dæmis í tengslum við foreldrafundi eða bekkjarkvöld.
Aukaverkefni
Þeir nemendur sem eru fljótir að ljúka verkefninu, geta útbúið annað módel. Til dæmis af stað sem gæludýr sem þeir þekkja líður vel á. Þeir sem ekki eiga gæludýr geta unnið módelið út frá ímynduðu gæludýri eða aflað sér upplýsinga á netinu eða með því að taka viðtal við gæludýraeigendur. Hvað þarf að hafa í huga til að dýr lifi af í náttúrunni?
Umræðuspurningar
- Hvernig er hægt að virkja áhorfendur?
- Hverju skiptir að taka beinan þátt í verkefnum?
- Hvaða hráefni er gott að nota til að túlka náttúruna?
- Hverju skiptir að eiga sér griðastað?
- Á hvaða árstíma líður ykkur best á ykkar griðastað?
- Hverslags hreyfingHreyfing og kyrrð segir til um hvernig augað færist yfir myndflötinn og myndbygginguna. Með því að búa til endurtekningu á formum í myndfletinum skapast oft meiri hreyfing. Eðli formanna og litanna í myndfletinum skapar hreyfingu hvort sem þau eru þung eða létt. Hrynjandi og endurtekning skapar einnig hreyfingu. More / hljóð / áferðÚtlit yfirborðs. Áferð er fjölbreytt, hún getur verið gróf, slétt, loðin, hrjúf o.s.frv. Hægt er að tala um áferð á þrívíðum hlut eins og stein, hraunmola og trékassa. Þá er vísað í snertingu. En það er líka hægt að tala um áferð teikningar og málverks. Þá er vísað í það sem augað sér. (e. texture) More / lykt / stemning einkennir staðinn?