STUTT LÝSING
Nemendur fá nokkrar myndir sem tengjast ákveðinni listastefnu (s.s. kúbisma), skoða hvað það er sem þær eiga sameiginlegt. Velja að lokum einn listamann til að skrifa um.
HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
- haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
- gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
- gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
- sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.
KVEIKJA
Farið yfir hvað sé uppstilling (kyrralífsmynd) og hver sé munurinn á uppstillingu og t.d. „portrettMynd af einhverri ákveðinni manneskju. Einnig kallað andlitsmynd. More“ myndum eða landslagsmyndum. Skoðið mynddæmi og ræðið um myndefniÞað sem listamaður velur að mála hverju sinni. Einnig kallað mótíf. More, myndbyggingu, dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More eða ekki dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More, sjónarhornSjónarhorn vísar í að hægt er að skoða sama hlutinn frá ólíkri staðsetningu. Við getum horft framan frá, aftan frá, neðan frá og frá hlið. Sjónarhorn getur líka vísað í að ólíkar manneskjur séu að horfa á hlutinn t.d. sjónarhorn barns eða sjónarhorn fullorðinna. Þeir sjá hlutina á ólíkan hátt, bæði ef tekið er mið af augunum og líka huganum. More, skyggingar o.fl. sem kemur fram á myndunum. Skoðið litanotkun t.d. hvernig fletir og útlínurSvartar línur utan um form eða hluti, til dæmis í teiknimyndasögum. More skiptast á.
FRAMKVÆMD
Hægt er að útfæra þetta verkefni á marga vegu. Hér eru tvö dæmi.
Útfærsla 1
Ein stór uppstilling er höfð í miðri skólastofunni. Nemendur sitja hringinn í kring og teikna einn hlut úr uppstillingunni á blöð (pappír í alls konar litum, dagblöð eða blöð úr tímaritum, pappír sem búið er að mála á t.d. gömul verkefni). Þeir færa sig svo reglulega úr stað og teikna annan hlut á annað blað. Nemendur eru hvattir til að teikna suma hlutina ofanfrá, aðra frá hlið og enn aðra neðanfrá.
Myndirnar eru síðan klipptar út og raðað saman í eina stóra mynd (þykkur pappír í A2). Áður en myndirnar eru límdar niður er bakgrunnurBakgrunnur vísar í myndefnið sem er lengst í burtu eða aftast í myndfletinum. More teiknaður (t.d. borð með köflóttum dúk) og málaður (þekjulitirEru þekjandi vatnsleysanlegir litir sem eiga uppruna sinn í Frakklandi. Þeir eru útbúnir með því að blanda litadufti við vatn og bindiefni, s.s. arabískt gúmmí. More eða vatnslitirEru gagnsæir litir sem eru búnir til úr litadufti og arabísku gúmmí sem bindiefni. Þegar unnið er með vatnslitum er glært vatn notað sem hvítur og til að ná dýpri lit þá er notað meira af litnum. More) eða litaður (pastelkrít eða olíukrít) eða pappír klipptur. Nota má allar aðferðirnar.
Útfærsla 2
Nemendur byrja á að gera bakgrunninn á þykkan A2 pappír eins og lýst er í útfærslu 1. Hlutum sem geta verið í uppsillingunni er safnað á einn stað og þangað geta nemendur sótt sér einn hlut í einu og teiknað hvern fyrir sig frá a.m.k. 2 sjónarhornum á A4 blöð á sama hátt og í útfærslu 1. Nemendur hvattir til að teikna sama hlutinn ofan frá, frá hlið eða neðan frá og teikna hlutinn misstóran. Þessar myndir eru svo klipptar út og raðað á bakgrunninn þar sem ólíkum sjónarhornum er skeytt saman og hlutir aflagaðir í stærð og lögun. Svo er allt límt niður. Ef vill er hægt að fara ofan í sumar útlínurSvartar línur utan um form eða hluti, til dæmis í teiknimyndasögum. More með svörtum lit eða tússpenna.
ÍTAREFNI
Leitarorð: kúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More | uppstilling list | still life | still life painters
Litir – veggspjald í myndmennt
ALDUR
Miðstig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samþættingarverkefni sjónlista og annarra greina eftir því hvernig verkefnið er útfært.
EFNI OG ÁHÖLD
A2 þykkur pappír
alls kyns pappír (í ýmsum stærðum og litum, úr dagblöðum, tímaritum, umbúðapappír o.þ.h.)
blýantar
hlutir í uppstillingu
listaverkamyndir og bækur
olíupastel
pastelkrít
penslar o.fl.
vatnslitirEru gagnsæir litir sem eru búnir til úr litadufti og arabísku gúmmí sem bindiefni. Þegar unnið er með vatnslitum er glært vatn notað sem hvítur og til að ná dýpri lit þá er notað meira af litnum. More
þekjulitirEru þekjandi vatnsleysanlegir litir sem eiga uppruna sinn í Frakklandi. Þeir eru útbúnir með því að blanda litadufti við vatn og bindiefni, s.s. arabískt gúmmí. More
HUGTÖK
kúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More
flöturFlötur myndast þegar línur tengjast saman. Stundum er talað um myndflöt þá er átt við alla myndina eða allt málverkið. Flötur getur líka verið eining innan myndflatarins. More
formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More
LISTAMENN
T.d. Georges Braque, Pablo Picasso
LISTASAGA
KúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022