STUTT LÝSING
Verkefnið byggir á markvissri rannsókn á sjó eða vatni sem er að finna í nærumhverfi nemenda.
MARKMIÐ
- skapa aðstæður fyrir nemendur að skoða fjölbreytt formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More vatns og kynnast eiginleikum þess.
- nemendur þjálfist í að beita ólíkum skynfærum við rannsókn og túlkun nærumhverfis.
- kynna fyrir nemendum hugtökin sjónarhornSjónarhorn vísar í að hægt er að skoða sama hlutinn frá ólíkri staðsetningu. Við getum horft framan frá, aftan frá, neðan frá og frá hlið. Sjónarhorn getur líka vísað í að ólíkar manneskjur séu að horfa á hlutinn t.d. sjónarhorn barns eða sjónarhorn fullorðinna. Þeir sjá hlutina á ólíkan hátt, bæði ef tekið er mið af augunum og líka huganum. More, staðalmyndir og skynjun.
- efla ímyndunarafl nemenda.
HÆFNIVIÐMIÐ
Verkefnið stuðlar að því að við lok 4. bekkjar geti nemandi …
- rætt fjölbreytni í nýtingu vatns á heimilum og í umhverfinu og tengt við vatnssóun. (Náttúrugreinar, bls. 173)
- skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum, svo sem með því að mála myndir af vatni eða sjó með vatnslitum. (Sjónlistir, bls. 149)
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki, unnið sjálfstætt og sýnt áræðni með tilraunum sínum og listsköpun. (Sjónlistir, bls. 149)
- fjallað um eigin verk og annarra – sagt frá verkum sínum og hugmyndum. (Sjónlistir, bls. 149)
- unnið einföld verkefni í hópi með því að vinna sameiginlegt verk með samnemendum og sýnt tillit og virðingu. (Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar, bls. 142)
- útskýrt á einfaldan hátt áhrif vinnu sinnar á umhverfið, hvernig rannsóknir hans á vatni sem er að finna í nágrenni skólans hafði áhrif á listsköpunina. (Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar, bls. 142)
INNLÖGN OG KVEIKJA
Kennari byrjar á því að spyrja nemendur opinna spurninga:
- Hvaðan kemur vatn?
- Hvert rennur vatnið í umhverfi okkar?
- Getum við lifað án vatns?
- Hvernig er vatn á litinn?
- Hvað ræður litnum á vatninu (vísa í ákveðið vatn t.d stöðuvatn (Grænavatn í Krýsuvík eða Þingvallavatn) og/eða hafið við ýmis skilyrði)
VINNUSTOFA
Vatn
ALDUR
Yngsta stig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, sköpun
ÞVERFAGLEG TENGING
Náttúrufræði: Ólíkar gerðir vatns.
Samfélagsfræði: Staða vatnsmála í heiminum. Tengja við sjávarútveg á Íslandi.
Trúarbragðafræði: Vatn er mikilvægt í öllum trúarbrögðum.
Íslenska/Ritun: Nemendur geta skrifað sögur um vatn. Umræða um ólík nöfn á veðri.
Sund: Nemendur ræða verk Roni Horn í tengslum við sundtíma.
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
8 x 40 mínútur
EFNI OG ÁHÖLD
Vatnslitapappír, A3 /A2 þykkur pappír, vatnslitapappír eða þykkur pappi.
Litkrítar, tússpennar, þekjulitirEru þekjandi vatnsleysanlegir litir sem eiga uppruna sinn í Frakklandi. Þeir eru útbúnir með því að blanda litadufti við vatn og bindiefni, s.s. arabískt gúmmí. More, vatnslitirEru gagnsæir litir sem eru búnir til úr litadufti og arabísku gúmmí sem bindiefni. Þegar unnið er með vatnslitum er glært vatn notað sem hvítur og til að ná dýpri lit þá er notað meira af litnum. More, vaxlitirEru litir í föstu formi. Þeir eru búnir til úr litarefni og vaxi. More.
Myndavél (símamyndavél), prentari.
LISTAMENN / HÖNNUN
Guðrún Kristjánsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Ólafur Elíasson
VERKEFNIÐ
Kennari velur svæði þar sem vatn er að finna í nærumhverfi skólans.
Kennslustundir 1–2
Kennari útbýr litla búta (5 x 8 cm) af vatnslitapappír eða pappír sem hentar fyrir þekjuliti. Hver nemandi málar 4–5 pappírsbúta með litabrigðum sem hann tengir við umræddan vatnsflöt. Kennari fer með nemendum í vettvangsferð þar sem allir litabútarnir eru settir saman og saman velja þeir þá liti sem líkjast best vatnsyfirborðinu. Kennari ræðir hugtakið staðalmynd og útskýrir hvers vegna flestir gerðu bláar litaprufur. Hann hefur meðferðis vatnsliti og fleiri pappírsbúta. Nemendur mála yfirborð vatnsins og leggja áherslu á það mynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More sem þeir sjá í vatnsyfirborðinu. Ef rusl er á ströndinni er það tekið með og rætt hvers vegna það var þar en ekki í ruslatunnunni.
Nemendur og kennari taka ljósmyndir af yfirborði vatnsins.
Kennslustund 3–4
Kennari kynnir verk Kristínar frá Munkaþverá fyrir nemendum og sýnir þeim hvernig hún vinnur út frá landakorti. Nemendur gera tilraunir með að teikna á pappír með vatnslit út frá landakorti ýmist ár eða vötn. Kennari útskýrir fyrir nemendum hvernig allir staðhættir hafa nafn og spyr opinna spurninga á borð við:
- Hvernig haldið þið að nöfnin séu valin?
- Hvers vegna haldið þið að allar ár og öll vötn hafi fengið nöfn?
- Hvert rennur vatnið sem þið teiknuðuð?
Kennari sýnir nemendum verk Guðrúnar Kristjánsdóttur (vefsíða) af snjósköflum og útskýrir hvernig hún fangar augnablikið og formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More náttúrunnar sem vara bara í stutta stund vegna tíðra veðurbreytinga. Nemendur eru hvattir (ef það er vetur) til að gera tilraunir með snjóformin. Ef útsýni er úr kennslustofunni má athuga hvort hægt sé að finna snjóskrift í nærliggjandi fjöllum ef ekki má sýna myndir á skjávarpa. Snjóskrift er hugtak sem listakonan notar til að lýsa þegar smáskaflar setjast í fjallshlíðar og mynda þannig fleti sem líkja má við skrif. Nemendur eru hvattir til að leita eftir einhverjum þekkjanlegum formum úr snjóformunum. Þeir segja frá því sem þeir sjá og teikna myndir af uppgötvunum sínum.
Kennari sýnir nemendum verkið Riverbed eftir Ólaf Elíasson. Hvers vegna er þetta listaverk? Er áin sem Ólafur er búinn að endurgera inni á listasafninu öðruvísi eða sambærileg ám sem eru á hálendinu? Veltið fyrir ykkur hverslags á þetta er í samhengi við verk Kristínar frá Munkaþverá.
Hengja má upp útprentaðar myndir nemenda, litaprufur og skissur.
Kennslustund 5–8
Nemendur mála stórt sameiginlegt málverk af sjó (stöðuvatni). Notaðir eru litirnir og mynstrin síðan í vettvangsferðinni. Nemendur mála renninga í sömu litum sem notaðir eru til að búa til bylgjur á hafflötinn.
Því næst nota nemendur olíupastel til að teikna og lita það sem er að finna neðansjávar, s.s. fiska, drasl, báta og allt það sem þeim dettur í hug. Myndirnar eru síðan festar inn á sameiginlega verkið með málningarlímbandi svo hægt sé síðar að taka það niður og senda heim með nemendum.
Kennari spyr nemendur opinna spurninga:
- Haldið þið að það sé eitthvað í sjónum (vatninu) sem er ekki gott fyrir umhverfið að sé þar? (Kennari vísar í það rusl sem fannst í fyrstu kennslustund).
- Getum við einhverju breytt í háttum okkar svo minna rusl fari út í sjó (vatn)?
- Af hverju haldið þið að það hafi áhrif annarsstaðar í heiminum ef við hendum drasli í sjóinn hér við Íslandsstrendur?
- Hvað er vatnssóun?
- Hvernig getum við nýtt vatnið okkar betur á heimilum og í umhverfinu?
Myndin er hengd upp í almenningsrými skólans og höfð til sýnis fyrir gesti og gangandi.