Þrykk- og klippimynd úr silkipappír

STUTT LÝSING

Nemendur þrykkja á pappír og útbúa klippimynd.

HÆFNIVIÐMIÐ

Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar,
  • hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
  • tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt,
  • gengið frá eftir vinnu sína,
  • lagt mat á eigin verk.

Hæfniviðmið fyrir sjónlistir

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
  • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
  • útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki.

 

Hæfniviðmið fyrir náttúrugreina

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • aflað sér upplýsinga er varða náttúruna,
  • skráð atburði og athuganir, s.s. með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum og sagt frá þeim.

KVEIKJA

Verkferlið er útskýrt fyrir nemendum með sýnikennslu. Hugtökin þrykk og áferð eru útskýrð og hvernig sé hægt að „afrita“ áferðina með því að taka þrykk af áferðarfletinum á pappír. Um leið má nefna möguleikana bæði á litablöndun með því að þrykkja fleiri en einn lit á hverja silkipappírsörk og áferðarblöndun með því að þrykkja fleiri en eina áferð á hverja örk.

FRAMKVÆMD

Kennari rúllar þrykklitunum t.d á blöðruplast, bylgjupappa og fleiri hluti sem hafa skemmtilega áferð. Nemendur fá aðgang að örkum og/eða bútum af silkipappír og leggja ofan á áferðarfletina og þrykkja með höndunum, trésleif eða með rúllu. Þau geta prófað að þrykkja fleiri en einn lit eða áferð á sama silkipappírinn. Nemendur þurfa ekki að merkja sínar arkir þar sem arkirnar verða samnýttar þegar kemur að klippimyndagerðinni. Látið þorna þangað til í næsta tíma.

Í næsta tíma fá nemendur ljósblátt karton. Þau útbúa t.d. landslag með því að klippa út og rífa fjöll o.fl. og líma á A3 karton.

UMRÆÐUSPURNINGAR

ÍTAREFNI

Leitarorð: collage | collage art | Eileen Downes | Vincent Tolpo

Litir – veggspjald í myndmennt

Kveikjur fyrir skapandi skólastarf

ALDUR

Yngsta stig

GRUNNÞÆTTIR

Læsi, sköpun

FJÖLDI KENNSLUSTUNDA

2 x 80 mínútur

ÞVERFAGLEG TENGING

T.d. samþættingarverkefni sjónlista og náttúrugreina

EFNI OG ÁHÖLD

A3 karton, t.d. ljósblátt
blöðruplast, bylgjupappi, sandpappír o.fl. hlutir sem hafa skemmtilega áferð
límstifti
silkipappír í ýmsum litum
skæri
þrykklitur (gulur, rauður, grænn, blár, hvítur)
þrykkrúllur (eða trésleifar)

HUGTÖK

áferð
grafík
þrykk

LISTAMENN

T.d. Eileen Downes, Vincent Tolpo

LISTASAGA

Að eigin vali

HÖFUNDUR

ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022