Skip to main content

GRAFÍK

Sú grein myndlistar sem byggist á hvers konar þrykktækni. Myndirnar eru t.d. unnar á málmplötu, stein, tré eða línóleumdúk, síðan er litur/sverta borin á flötinn og myndin þrykkt á pappír, oftast í takmörkuðu upplagi. Afþrykkin eru síðan tölusett og árituð af listamanninum sem oftast annast prentunina sjálfur.
(e. graphic art)