SKRAUTFIÐRILDI

Markmið

Nemendur

 • vinni myndræna frásögn úr nánasta umhverfi, upplifunum og ímyndunum með því að nota á fjölbreytilegan hátt viðeigandi efni, verkfæri og tækni
 • þekki muninn á grunnformum og náttúrulegum formum
 • fjalli um hvaða gildi myndverk getur haft fyrir hvern og einn
 • lýsi myndverki og skoðun sinni á því
 • læri að teikna afmörkuð form og teikna stórt og skýrt
 • læra að lita og fylla upp í fleti
 • læri vönduð vinnubrögð

HÆFNIVIÐMIÐ

Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

 • unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar,
 • hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
 • tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt,
 • gengið frá eftir vinnu sína,
 • lagt mat á eigin verk.

Hæfniviðmið fyrir sjónlistir

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

 • nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
 • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
 • útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki.

Hæfniviðmið fyrir náttúrugreinar

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

 • aflað sér upplýsinga er varða náttúruna,
 • sagt frá eigin upplifun á náttúrunni og skoðun á lífveru í náttúrulegu umhverfi,

KVEIKJA

Nemendum eru sýnd dæmi um lögun og liti fiðrilda, hvað þau séu skrautleg og margvísleg. Mynstur þeirra eru skoðuð og rædd, hvort þau séu grunnform eða náttúruleg form. Einnig rætt um línur og hvernig línur geta myndað form og muninn á því að teikna og lita. Rætt um eiginleika vaxlita, úr hverju þeir séu o.fl.

KENNSLUSTUND 1-2

Nemendur teikna fiðrildi á A3 karton og þeim bent á að nýta blaðið vel. Síðan er fiðrildið litað þétt og fast með t.d. Neocolor 1 og nemendur fylla vel út í fleti. Til að hvetja þau til að lita vel er sýnt hve vel litaður flötur glansar þegar hann er pússaður með pappírsþurrku. Þegar litun er lokið og búið að pússa yfir fiðrildin eru þau klippt út og hengd upp á vegg eða fest á stórt spjald (t.d. er hægt að líma saman nokkur himinblá A2 karton). Virkja má þá sem eru fljótir að klára til að búa til umhverfi fyrir fiðrildin s.s. gras, blóm, tré, sól, ský o.fl. og klippa út og setja á spjaldið með fiðrildunum.

UMRÆÐUSPURNINGAR

Hvernig líta fiðrildi út? Hvernig eru þau á litin? Hvernig mynstur hafa þau?

 

ÍTAREFNI

ALDUR

Yngsta stig

GRUNNÞÆTTIR

Læsi, sköpun

FJÖLDI KENNSLUSTUNDA

2 x 80 mínútur

ÞVERFAGLEG TENGING

T.d. samþættingarverkefni sjónlista og náttúrugreina.

EFNI OG ÁHÖLD

A3 hvítt karton/pappír
Neocolor I
Skæri
Þurrka eða tuska til að pússa með

HUGTÖK

grunnform
litir
línur
náttúruleg form

LISTAMENN

Að eigin vali

LISTASAGA

Að eigin vali

HÖFUNDUR

ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022