Fígúrur með hvítum útlínum

STUTT LÝSING

Nemendur teikna einfaldar fígúrur með tvöföldum útlínum.

HÆFNIVIÐMIÐ

Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar

Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
  • hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
  • haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
  • gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
  • gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
  • sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
  • lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.

Hæfniviðmið fyrir sjónlistir

Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
  • nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
  • unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
  • byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
  • beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
  • fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
  • greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.

KVEIKJA

Ræðið við nemendur um mismunandi gerðir af línum og hvaða hlutverki þær gegna í myndsköpun. Sýnið þeim muninn á brúnum og útlínum (e. edge and outline).

Skoðið dæmi um list þar sem notaðar eru breiðar, áberandi línur, sjá t.d. Keith Haring, mola art, aboriginal art, Hundertwasser og sumar teiknimyndafígúrur.

Benda má á að til þess að búa til hvítar útlínur á hvítu blaði þarf að byrja á að teikna tvöfaldar útlínur með blýanti. Best er að velja sér einfalt myndefni, einfalda fígúru sem ekki er með mikið af smáatriðum og hafa bakgrunn mjög einfaldan.

FRAMKVÆMD

Nemendur teikna einfaldar fígúrur með tvöföldum útlínum. Gæta þarf þess að teikna ekki of fast þar sem allar blýantslínur verða strokaðar út í lokin. Kennari fer yfir myndina með nemandanum áður en byrjað er að lita hana með tússlitum. Ef alls staðar eru tvöfaldar útlínur lita nemendur myndina. Að því loknu stroka þau út allar blýantslínur og myndin er tilbúin.

UMRÆÐUSPURNINGAR

Ræðið við nemendur um mismunandi gerðir af línum og hvaða hlutverki þær gegna í myndsköpun.

Hvernig eru línur oft notaðar til að afmarka, skilja að og mynda fleti, bæði jákvæða og neikvæða?

Hvernig geta breiðar línur myndað flöt í sjálfu sér?

ÍTAREFNI

Leitarorð: edge and outline | mola art | aboriginal art | hundertwasser painting

Form – veggspjald í myndmennt

Litir – veggspjald í myndmennt

Kveikjur fyrir skapandi skólastarf

ALDUR

Miðstig

GRUNNÞÆTTIR

Læsi, sköpun

FJÖLDI KENNSLUSTUNDA

2 x 80 mínútur

ÞVERFAGLEG TENGING

Samþættingarverkefni sjónlista og annarra greina eftir því hvernig verkefnið er útfært.

EFNI OG ÁHÖLD

blýantur (og strokleður ef þarf)
pappír ca. 32 x 45 cm eða A3
tússlitir

HUGTÖK

jákvætt rými
lína
neikvætt rými
túss

LISTAMENN

T.d. Friedensreich Hundertwasser, Keith Haring

LISTASAGA

Að eigin vali

HÖFUNDUR

ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022