STUTT LÝSING
Nemendur kynnast grafíkSú grein myndlistar sem byggist á hvers konar þrykktækni. Myndirnar eru t.d. unnar á málmplötu, stein, tré eða línóleumdúk, síðan er litur/sverta borin á flötinn og myndin þrykkt á pappír, oftast í takmörkuðu upplagi. Afþrykkin eru síðan tölusett og árituð af listamanninum sem oftast annast prentunina sjálfur. (e. graphic art) More í þessu verkefni. Þau útbúa sína eigin myndir með því að þrykkja með grafíkpressu eða nota aðra aðferð til þess.
HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:
- unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
- tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt,
- gengið frá eftir vinnu sína,
- lagt mat á eigin verk.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:
- nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræðiÖll listaverk eru byggð upp úr formum. Þeim er raðað á myndflöt eða í höggmynd og mynda heildstætt listaverk. Formfræði fjallar um tengslin á milli punkta, lína og flata sem mynda listaverkið. Með því að skoða form og tengslin á milli þeirra má læra margt um myndlist. More og myndbyggingar,
- skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
- þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og annarra.
KVEIKJA
Tilvalið er að vera með þema í þessu verkefni. t.d. dýr, fugla, lífið í sjónum, árstíðir o.þ.h.
Kennari sýnir nemendum sýnishorn af límþrykkplötu og þau fá að finna að teikningin á plötunni er upphleypt. Kennarinn útskýrir að þetta sé teiknað með lími sem nú sé orðið hart og þar með upphleypt. Síðan fá nemendur að sjá mynddæmi eftir að þrykkt er með límþrykksplötunni/stimplinum á blað. Kennari bendir á að myndirnar eru spegilmynd af upprunalegu myndinni. Farið er yfir vinnuferlið með nemendum og þeim sýnd áhöldin sem notuð eru og hvað þau nefnast.
Nemendur eru hvattir til að teikna stórar myndir og fylla vel út í spjaldið. Gæta þess að hafa ekki of mikið af smáatriðum þar sem erfitt er að teikna smáatriðiAðalatriði og smáatriði vísar í myndefnið og hvernig það er unnið. Aðalatriði er það sem augað nemur fyrst. Smáatriði eru mjög mikilvæg þegar heildin er skoðuð. Þau geta t.d. falist í nákvæmri litanotkun, teikningu, áferð eða endurtekningu. More með límstiftinu. Til að koma í veg fyrir að nemendur teikni of smágert má láta þá teikna fyrst með breiðum tússlit.
FRAMKVÆMD
Fyrir tímann er kennari búinn að útbúa sýnishorn til að sýna nemendum.
Kennslustund 1: Byrjað er á kveikju. Því næst gera nemendur skissur og velja sér myndefniÞað sem listamaður velur að mála hverju sinni. Einnig kallað mótíf. More til að teikna á pappaspjaldið. Síðan fara þeir ofan í línurnar með trélími/föndurlími. Myndirnar látnar þorna þar til í næsta tíma.
Kennslustund 2: Nemendur rúlla grafíklit á sínar myndir, setja pappírsörk ofan á og þrykkja annað hvort með grafíkpressu eða öðrum aðferðum. Þau gera eins mörg eintök og tími og áhugi leyfir. Nemendum er bent á að prófa að nota fleiri liti eða að prófa að þrykkja ofan í sömu myndina. Myndirnar látnar þorna.
Eftirvinnsla: Nemendur fara í gegnum myndirnar og velja eina til að setja á karton. Myndin er klippt til og límd á A4 karton.
UMRÆÐUSPURNINGAR
ALDUR
Yngsta stig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2-3 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista og náttúrugreina
EFNI OG ÁHÖLD
blýantar eða breiðir tússlitir
grafíkrúllur, grafíklitir, glerplötur og grafíkpressa
pappaspjöld, skorin í ca. 16 x 11 cm spjöld, sem er passleg stærð til að þrykkja á A4 blöð. Auðvitað má nota hvaða stærð sem er en gott er að hafa í huga hvaða stærð af pappír á að þrykkja á
pappír til að skissaUppkast að listaverki. More á
pappír til að þrykkja á
trélím eða föndurlím
HUGTÖK
grafíkSú grein myndlistar sem byggist á hvers konar þrykktækni. Myndirnar eru t.d. unnar á málmplötu, stein, tré eða línóleumdúk, síðan er litur/sverta borin á flötinn og myndin þrykkt á pappír, oftast í takmörkuðu upplagi. Afþrykkin eru síðan tölusett og árituð af listamanninum sem oftast annast prentunina sjálfur. (e. graphic art) More
límþrykk
þrykkja
LISTAMENN
Að eigin vali
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2023