BÓK UM ÁFERÐ

STUTT LÝSING

Nemendur búa til sína eigin bók þar sem þau kortleggja áferð ýmissa hluta.

HÆFNIVIÐMIÐ

Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar,
  • hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
  • tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt,
  • gengið frá eftir vinnu sína,
  • lagt mat á eigin verk.

Hæfniviðmið fyrir sjónlistir

Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:

  • nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
  • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
  • þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni.

KVEIKJA

Kennari sýnir nemendum nokkra hluti og ræðir um áferð við nemendur. Síðan fá nemendur að snerta hlutina og segja frá því hvernig þeim finnst þeir vera viðkomu þ.e. hver sé áferð þeirra.

FRAMKVÆMD

Nemendur fá auð A4 blöð og leita í kennslustofunni (eða úti í náttúrunni) að hlutum með áferð til að þrykkja eða „afrita“ með „rubbings“ aðferð á blöðin. Gott er að benda nemendum á að merkja hvert blað áður en þau byrja að afrita. Þegar nemendur hafa safnað nægum gögnum eru þau geymd þar til í næstu kennslustund (eða ef tími vinnst til þá geta nemendur byrjað að gera bókakápuna).

Í byrjun næstu kennslustundar fá nemendur kápu fyrir bók (í stærð A5), skrifa nafnið sitt og skreyta forsíðuna. Því næst fá þau eyðublað með nokkrum hólfum (ljósritað báðum megin) og klippa út dæmin um áferð sem þeir hafa safnað og líma inn í hólfin á blaðinu. Sumir nemendur gætu þurft aðstoð við að skrifa nafn hlutarins við hvert hólf og hvernig hann er viðkomu (tilvalið að láta þau hjálpast að). Þegar nemendur hafa lokið við að klippa út, líma og fylla í eyðublöðin eru þau brotin saman í stærð A5 og sett inn í bókakápuna. Kennari heftar síðan bækurnar saman fyrir nemendur.

UMRÆÐUSPURNINGAR

Taktu upp einhvern hlut, Er áferðin mjúk eða hörð?

Hvernig er áferðin á matnum sem þú borðaðir í dag?

ALDUR

Yngsta stig

GRUNNÞÆTTIR

Læsi, sköpun

FJÖLDI KENNSLUSTUNDA

2 x 80 mínútur

ÞVERFAGLEG TENGING

Að eigin vali

EFNI OG ÁHÖLD

Blað fyrir bókakápu
Eyðublöð (innsíður í bók) fyrir dæmi um áferð
Hlutir með mismunandi áferð
Hvít A4 blöð
Límstifti
Skæri
Trélitir/vaxlitir

HUGTÖK

áferð
bóklist

LISTAMENN

T.d. Finnbogi Pétursson,
Ragna Róbertsdóttir.

LISTASAGA

Að eigin vali

HÖFUNDUR

ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
og Anna Þóra Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2023