STUTT LÝSING
Nemendur velta fyrir sér hlutföllum í umhverfinu og vinna mynd af manneskju í ákveðnu rýmiRými er þegar tvívíð form eru látin mynda tilfinningu fyrir rúmmáli og vídd. Bakgrunnur er mjög mikilvægur í rými myndverks. Það fer eftir bakgrunninum hvernig við upplifum rýmið hvort það hefur dýpt og sýnir perspektíf. Í þrívíðum verkum skiptir umhverfi verksins miklu máli því að rýmið í kringum verkið hefur áhrif á hvernig við upplifum fleti og form. Jákvætt rými er aðalatriði myndflatar eða rýmisverks. Neikvætt rými er rýmið sem myndast í kringum aðalatriðið. More.
HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
- haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
- gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
- gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
- sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.
Hæfniviðmið fyrir stærðfræði
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
Tölur og reikningur
Kveikja
Sýnið nemendum mynddæmi af landslagi og rifjið upp það sem þau kunna í sambandi við fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More og dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More, s.s. sjóndeildarhring, hvarfpunkt, forgrunn, miðrýmiMiðrými vísar í myndefnið sem er milli forgrunns og bakgrunns. More, bakgrunn, rýmissköpun með stærðarhlutföllum, skörunSkörun vísar í að einingar innan myndflatarins skarast. T.d. þegar verið er að teikna fjallgarð þar sem ólíkir fjallgarðar liggja fyrir framan hvor annan. More, litun o.fl.
Skoðið t.d. þessi verk og ræðið hvernig atriðin hér að framan birtast í myndunum:
- Self-Portrait (1630) eftir Judith Leyster
- A Sunday Afternoon on the Island of La Grande Jatte (1884) eftir Georges Seurat
- South Beach Bathers (1907-08) eftir John Sloan
Framkvæmd
Nemendur blaða í gegnum tímarit og velja sér myndir af manneskjum og hlutum og klippa út. Þau ákveða síðan hvar og í hvers konar umhverfi manneskjurnar eiga að vera. Umhverfið teikna þau á stórt blað. Á umhverfismyndinni á að koma fram sjónhæðarlína og hvarfpunkturHvarfpunktur er sá punktur þar sem hjálparlínurnar byrja. Myndir geta haft fleiri en einn hvarfpunkt. More. Úrklippunum er síðan raðað umhverfis myndina þannig að staðsetning, stærðarhlutföll og skaranir mynda trúverðuga heild og rýmistilfinningu. Áður en úrklippurnar eru límdar á umhverfisteikninguna er hún lituð og/eða máluð og þá þarf að hafa í huga áhrif lita á rýmissköpun.
Gott er að geyma úrklippurnar á milli tíma, t.d. í plastumslögum.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvað er það sem gefur mynd dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More?
Í lok verkefnisins:
Hvað hafið þið lært af þessu verkefni?
Sýnir myndin dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More þó hún sé á tvívíðum fleti? Ef ekki, hvað er hægt að gera til að svo verði? Ef svo er, hvað gerir það að verkum?
Er dæmi um skörunSkörun vísar í að einingar innan myndflatarins skarast. T.d. þegar verið er að teikna fjallgarð þar sem ólíkir fjallgarðar liggja fyrir framan hvor annan. More í myndinni sem gefur dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More til kynna?
ÍTAREFNI
Leitarorð: depth and perspective in art | landscapes in art | linear and aerial perspective | perspective drawing
ALDUR
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista og stærðfræði
EFNI OG ÁHÖLD
blýantar (og strokleður ef þarf)
límstifti
pappír (ca. 32 x 45 cm eða A3)
skæri
tímarit og blöð
trélitirEru litir í föstu formi sem eru búnir til úr litadufti, vaxi og/eða olíu og bindiefni. Sumir trélitir eru vatnsleysanlegir og geta virkað vel með blautum pensli. More
HUGTÖK
bakgrunnurBakgrunnur vísar í myndefnið sem er lengst í burtu eða aftast í myndfletinum. More
dýptDýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun. More
fjarvíddFjarvídd vísar í þegar stærðarhlutföll myndefnis birtast á þann hátt að hluturinn sýnist minnka eftir því sem fjær dregur auganu. Málverk með mikla fjarvídd eru sögð hafa dýpt. More
forgrunnurForgrunnur vísar í myndefnið sem er næst okkur eða fremst í myndinni. Forgrunnur getur verið hvar sem er á myndfletinum. More
hlutföllHlutfallið milli einstakra parta í málverki. More
hvarfpunkturHvarfpunktur er sá punktur þar sem hjálparlínurnar byrja. Myndir geta haft fleiri en einn hvarfpunkt. More
miðrýmiMiðrými vísar í myndefnið sem er milli forgrunns og bakgrunns. More
sjónhæðarlína
skörunSkörun vísar í að einingar innan myndflatarins skarast. T.d. þegar verið er að teikna fjallgarð þar sem ólíkir fjallgarðar liggja fyrir framan hvor annan. More
LISTAMENN
T.d. Georges Seurat, John Sloan
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022