Á Íslandi hefur listsköpun verið samofin lífi þjóðarinnar alla tíð, rétt eins og í öðrum löndum. Hér hafa varðveist merkilegir gripir frá landnámsöld, m.a. lítið Þórslíkneski sem fannst við Eyjafjörð og lítið mannslíkan úr hvalbeini sem fannst í heiðnu kumli frá 10. öld. Munirnir eru varðveittir á Þjóðminjasafninu en við vitum ekki hvar þeir voru búnir til.
Þórslíkneski.
Þjóðminjasafnið: 10880/1930-287
Hér á landi voru ellefu klaustur á kaþólskum tíma frá um 1000–1550. Ætla má að þar hafi verið vísir að listnámi eða fólk deilt þekkingu á myndsköpun. Í klaustrunum voru eflaust skrifaðar bækur og afritaðar á skinn eins og í klaustrum Evrópu en slíkt var líka gert á stórbýlum. Í íslenskum handritum er víða að finna lýsingarÍ íslenskum handritum er víða að finna lýsingar en svo kallast myndskreytingar handrita, t.d. af upphafsstöfum en einnig myndir sem tengjast efni þeirra More en svo kallast myndskreytingar handrita, t.d. af upphafsstöfum en einnig myndir sem tengjast efni þeirra. Af öðrum listmunum sem varðveist hafa frá öldunum eftir landnám eru kirkjugripir í meiri hluta.
Eftir siðaskiptin lögðust klaustrin af en kirkjurnar héldu þó áfram að vera helsti staður myndlistar. Margir listmunir sem varðveist hafa eru ómerktir og ekki vitað hverjir gerðu þá en þó eru varðveittir gripir eftir nokkra þekkta íslenska listamenn sem voru uppi á 16., 17. og 18. öld. Gripir þessir eru frekar myndverk en skraut og ýmist málaðir eða útskornir. Þá hefur varðveist listfengur myndvefnaðurMyndverk ofin í vefstól þar sem þræðir mætast hornrétt þannig að þeir fléttast saman í samfellda heild. (e. tapestries) | Textíllist More og útsaumur en sjaldnast er vitað hvaða listamenn unnu þau verk.
Einn þekktra íslenskra listamanna frá þessum tíma var séra Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði (1665–1754). Hann naut tilsagnar í teikningu þegar hann var ungur en lærði svo til prests í Kaupmannahöfn en vitað er að þar varði hann frítíma sínum til að læra hljóðfæraslátt, höggmyndalist og málaralistSú grein myndlistar sem einkennist af einstæðum myndverkum þar sem litarefni blandað bindiefni, t.d. vatni, olíu, eggjarauðu eða öðrum hentugum vökva, er borið á tvívítt undirlag, t.d. striga, viðarfjöl eða pappír. Liturinn er yfirleitt borinn á undirlagið með pensli en önnur verkfæri eru einnig notuð. (e. painting) | Málaralist More. Eftir séra Hjalta hafa varðveist bæði málverk og útskornir gripir en talið er að mun fleiri verk séu eftir hann.
Predikunarstóll úr kirkjunni í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem séra Hjalti gerði.
Þjóðminjasafnið: 10476/1929-12