Ævintýrin gerast enn
Um aldamótin 1800 var ekki gerður mikill greinarmunur á rómantíska stílnum og nýklassíkÁtjándu öldinni hefur verið skipt í tvennt: rókókóstílinn sem er hástig skreytilistar sem kennd er við barokkstílinn og nýklassíska stílinn sem hafnaði alfarið skrauti og prjáli rókókótímans en áhangendur hans vildu hverfa aftur til grísk-rómverskrar hófsemdar. More. Stundum er talað um rómantíska klassík þegar um er að ræða þrá eftir fortíðinni. Þetta sést vel í ljóði Jónasar Hallgrímssonar (1807–1845), „Ísland“ frá árinu 1835. Kvæðið er klassískt að formi til en rómantískt að innihaldi og lýsir söknuði eftir glæstum ljóma miðalda.
Rómantíska stefnan birtist með samblandi af nýklassískum stíl og gotneskri eða rómantískri draugatrú. Gott dæmi um þetta er frægasta málverk svissnesk-enska listmálarans Henry Fuseli (1741–1825), Martröð. Konan sem liggur sofandi er í dæmigerðum nýklassískum kjól. Ófreskjan sem situr ofan á henni hefur verið túlkuð sem listamaðurinn sjálfur því hann lagði ofurást á konuna sem hét Anna Landholdt. Hún giftist öðrum manni og því má velta fyrir sér hvort Fuseli hafi upplifað sig sem möru á henni.
Draugar, tröll og forynjur eru vinsælt yrkisefni listamanna rómantísku stefnunnar. Þetta þekkjum við Íslendingar vel í þjóðsögum okkar. Ásgrímur Jónsson (1876–1958) sem var fyrstur Íslendinga til að gera myndlistina að aðalstarfi sótti efnivið í íslenskar þjóðsögur í verkum sínum. Leit í þjóðsögur og þjóðtrú að áhrifamiklum efniviði er eitt af höfuðeinkennum rómantísku stefnunnar.
Martröð eftir Henry Fuseli, olía á striga, 101,6 cm x 127 cm, 1871.
Wikipedia
Breyttir lifnaðarhættir
Iðnbyltingin í Bretlandi, franska stjórnarbyltingin og bandaríska sjálfstæðisbaráttan breyttu lífi fólks mikið. Til þess að túlka þessar miklu breytingar leituðu listamenn rómantísku stefnunnar að því sem einkennir manneskjuna, hinu mannlega. Á þessum tíma voru landbúnaðarsamfélög að hverfa og borgir tóku að myndast. Fólkið fór úr sveit í borg til þess að vinna í verksmiðjum. Listamenn voru vantrúaðir á þessa þróun og óttuðust að náttúran myndi bíða skaða af hinu nýja skipulagi. Svissneski heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau skrifaði margar bækur um þetta og í skáldverkum hans var óspillt svissnesk náttúrufegurð í forgrunni. Bækur hans náðu miklum vinsældum í Evrópu og urðu til þess að áhugi á fjallgöngum og ferðalögum til ósnortinna staða eins og Alpanna, Skotlands og Íslands jókst til muna. Leiðöngrum erlendra landkönnuða til Íslands fjölgaði alla nítjándu öldina. Einn sá þekktasti sem hingað kom var W.G. Collingwood (1854–1932). Hann var afbragðsgóður vatnslitamálari sem ferðaðist um allt Ísland árið 1897 og málaði mikinn fjölda mynda af sveitum landsins. Þær myndir eru góð heimild um lifnaðarhætti Íslendinga á nítjándu öld.
Höggmynd af Jean-Jacques Rousseau en hann var franskur heimspekingur.
Jean-Baptiste-Eugène Farochonen (1812–1871) gerði verkið fyrir árið 1853.
Wikipedia
Alþingi eftir W.G.Coolingwood.
Birta og veðrabrigði
Áhrif rómantísku stefnunnar lýstu sér í Norður-Evrópu í miklum áhuga fólks á landslagsmálverkum. Þetta var nýjung því að lítið fer fyrir landslagi í listasögu fyrri alda nema sem bakgrunnurBakgrunnur vísar í myndefnið sem er lengst í burtu eða aftast í myndfletinum. More. Í Hollandi komu að vísu fram svokallaðir tegundamálarar á sautjándu öld en sumir þeirra sérhæfðu sig í landslagi. Í Feneyjum á átjándu öld sérhæfðu málarar sig í lýsingum á skipum, gondólum og höllum við síki borgarinnar.
Fremsti málari þessa tímabils er ótvírætt enski málarinn Joseph Mallord William Turner (1775–1851). Landslagsmálverk hans höfðu mikil áhrif á aðra listamenn. Turner var hugfanginn af dramatískum veðrabrigðum þar sem sólin brýst gegnum rigningu eða kafaldsbyl. Hann var líka heillaður af sjónum, endurkasti birtunnar af haffletinum og hvernig stormurinn ýfir upp hafflötinn uns skipin hverfa inn í öldurótið. Til þess að ná þessu með sem mestum tilþrifum fór Turner með póstskipinu yfir Ermarsundið í aftakaveðri og málaði vatnslitamyndirMyndverk máluð með vatnslitum, þ.e. litum úr litarefni sem er bundið með límefni, t.d. akasíulími, og þynnt með vatni. (e. watercolours) | Málaralist More á meðan skipið skoppaði á öldunum. Öldugangurinn var mikill og þegar sjávarlöðrið skall á myndunum fannst Turner sem náttúruöflin væru að hjálpa sér við að mála myndina. Hann fór í nokkrar slíkar ferðir og lét stundum binda sig fastan við siglutréð til þess að skolast ekki útbyrðis í hamaganginum.
Staffa, Fingalshellir eftir Turner.
Í upphafi ferilsins dáði Turner hinn franska sautjándu aldar málara Claude Lorrain (1600–1682). Lorrain lýsti hafinu með örlagaþrungnum hætti í málverkum af sólarlagi þar sem draumkennd birtan naut sín til hins ýtrasta. Turner tók þessar sólarlagslýsingar Claude Lorrains og leysti upp í magnaðar litasinfóníur svo myndefnið sjálft varð aukaatriði. Sumir segja að Turner hafi vakið áhuga impressjónistanna á nýjum möguleikum í listinni. Þessar stefnur eiga það sameiginlegt að myndefnið hverfur í skuggann af birtubrigðum sem snúast um liti, andrúmsloft og blæbrigði ljóss og skugga.
Drottningin af Saba stígur á skipsfjöl eftir Claude Lorrain.
En líkt og Turner dáði Claude Lorrain, þá hafði Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885–1972) Turner í hávegum. Til er sjónvarpsupptaka af Kjarval þar sem hann er spurður hvað hafi fengið hann til að halda á braut listarinnar. „Turner!“ svaraði Kjarval að bragði. Það kemur ekki á óvart því túlkun Turners á sólsetri við hafflötinn var nokkuð sem Kjarval hafði margoft upplifað sjálfur sem ungur skútusjómaður.
Freigátan Temeraire dregin til niðurrifs eftir Turner.
Svefn skynseminnar
Hafi einhver listamaður mótað rómantíska myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More öðrum fremur þá var það spænski listmálarinn og grafíkmeistarinn Francisco Goya (1746–1828). Ólíkt norður-evrópskum listmálurum hafði Goya takmarkaðan áhuga á landslagi en þeim mun meiri á mannlífinu eins og það birtist honum í sinni fjölbreyttustu og afkáralegustu mynd.
Goya hóf feril sinn í þjónustu spænsku konungsfjölskyldunnar og sýndi strax mjög persónuleg tilþrif. Hann var framúrskarandi mannamyndamálari og var gerður að fyrsta hirðmálara Karls IV Spánarkonungs. Goya veiktist af dularfullum sjúkdómi árið 1793 og missti heyrnina í kjölfarið. Eftir það urðu myndir hans drungalegri með hverju árinu sem leið. Sum málverkin eru hrollvekjukenndar lýsingarÍ íslenskum handritum er víða að finna lýsingar en svo kallast myndskreytingar handrita, t.d. af upphafsstöfum en einnig myndir sem tengjast efni þeirra More á alþýðuskemmtunum og nornasamkomum.
Árið 1808 hrundi konungsdæmið og herir Napóleons Frakklandskeisara lögðu Spán undir sig. Goya brást við með því að gera röð grafíkmynda sem hann kallaði Hörmungar stríðsins og lýsti stríði í fyrsta skipti eins og það er í raun og veru, sem viðbjóðslegu blóðbaði en ekki með glæsiljóma eins og áður tíðkaðist.
Þegar Frakkar voru hraktir frá Spáni vonaðist Goya eftir lýðræði í landinu. Hann fékk taugaáfall þegar konungsdæmið var endurreist og dró sig í hlé. Hann málaði á veggina í íbúð sinni drungalegustu martraðarmyndir sínar, meðal annars Satúrnus étur son sinn. Þegar spænski rannsóknarrétturinn fór að gagnrýna sum verka hans flúði Goya til Frakklands og lést þar í hárri elli.
„Svörtu myndirnar“ eins og þær eru kallaðar voru fjarlægðar af veggjum íbúðarinnar og komið fyrir á Prado-safninu í Madríd. Þangað laða þær til sín milljónir listunnenda á hverju ári.
Aftaka franskra hermanna á spænskum andspyrnumönnum eftir Goya. Þessi mynd gjörbreytti margra alda evrópskri stríðsmyndahefð. Hryllingur mannanna á myndinni jafnast á við blóðugustu frétta myndir okkar tíma.