STUTT LÝSING
Nemendur fá nokkrar myndir sem tengjast ákveðinni listastefnu (s.s. kúbisma), skoða hvað það er sem þær eiga sameiginlegt. Velja að lokum einn listamann til að skrifa um.
HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni,
- haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
- gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina,
- gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
- sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
- lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu.
Hæfniviðmið fyrir íslensku
Við lok 7. bekkjar getur nemandi t.d.:
Lestur og bókmenntir
- greint og fjallað um aðalatriðiAðalatriði og smáatriði vísar í myndefnið og hvernig það er unnið. Aðalatriði er það sem augað nemur fyrst. Smáatriði eru mjög mikilvæg þegar heildin er skoðuð. Þau geta t.d. falist í nákvæmri litanotkun, teikningu, áferð eða endurtekningu. More í texta og helstu efnisorð,
- lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann,
Ritun
- skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur,
- valið textategund, skipulagt og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingarÍ íslenskum handritum er víða að finna lýsingar en svo kallast myndskreytingar handrita, t.d. af upphafsstöfum en einnig myndir sem tengjast efni þeirra More og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni,
- samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa,
- beitt helstu atriðum stafsetningar og greinamerkjasetningar og hefur náð valdi á þeim,
- skrifað texta á tölvu og beitt nokkrum aðgerðum í ritvinnslu, vísað til heimilda,
- skrifað texta með ákveðinn lesanda í huga, á blað eða tölvu.
KVEIKJA
Skiptið nemendum í hópa (ca. 4-6 í hóp) og hver nemandi fær sögulegt yfirlit um kúbisma til að lesa. Þar kemur t.d. fram um kúbisma mismunandi einföldunÞað að sýna hluti einfaldari en þeir eru í raun og veru. Til dæmis með því að sleppa smáatriðum. More og uppbrot forma, sjónarhornSjónarhorn vísar í að hægt er að skoða sama hlutinn frá ólíkri staðsetningu. Við getum horft framan frá, aftan frá, neðan frá og frá hlið. Sjónarhorn getur líka vísað í að ólíkar manneskjur séu að horfa á hlutinn t.d. sjónarhorn barns eða sjónarhorn fullorðinna. Þeir sjá hlutina á ólíkan hátt, bæði ef tekið er mið af augunum og líka huganum. More og litanotkun. Hver hópur fær síðan 5-10 myndir af kúbískum listaverkum eftir ýmsa listamenn. Í hverjum myndabunka leynist ein mynd sem ekki er í kúbískum anda. Það er verkefni hópsins að finna þá mynd sem ekki er kúbísk. Hóparnir fá vissan tíma til að leysa verkefnið og að honum loknum gerir hver hópur skil á sínum niðurstöðum. Þeir þurfa að rökstyðja hvers vegna myndin passar ekki og hvaða einkenni hún hefur ekki sem kúbískar myndir hafa.
Að lokum eru nöfn helstu listamanna kúbismans skrifuð á töflu og með hjálp kennara er fundið út hver á hvaða mynd og þær pinnaðar fyrir aftan nafn hans.
Hver hópur fær svo eitt listamannsnafn til að vinna áfram með í næsta tíma.
ATH. Þennan leik má að sjálfsögðu fara í með hvaða listastefnu sem er.
FRAMKVÆMD
Byrjið á kveikju.
Hóparnir koma saman og finna upplýsingar um listamanninn sem þau völdu í bókum eða á netinu. Þau skrifa stutta ritgerð um hann (1/2 – 1 síða) og teikna/klippa út verk í kúbískum stíl til að skreyta frásögnina. Einnig geta þau sett inn mynd af listaverki listamannsins ef að það er leyfilegt (t.d. af wikisíðum). Ritgerðirnar eru síðan hengdar upp á göngum skólans öðrum til gagns og gamans.
UMRÆÐUSPURNINGAR
Hvað er kúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More?
ListastefnaTilhneiging til ákveðinnar þróunar í listum. More sem kom fram í Frakklandi um 1900 þar sem myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis.
ÍTAREFNI
Leitarorð: kúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More | cubism Georges Braque | cubism Picasso
ALDUR
Miðstig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
T.d. samþættingarverkefni sjónlista og íslensku
EFNI OG ÁHÖLD
Karton
Kennaratyggjó
Listaverkamyndir (póskort, eftirprentanir, útprentanir úr tölvu o.fl.)
Sögulegt yfirlit yfir kúbisma
Tölvur
HUGTÖK
kúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More
flöturFlötur myndast þegar línur tengjast saman. Stundum er talað um myndflöt þá er átt við alla myndina eða allt málverkið. Flötur getur líka verið eining innan myndflatarins. More
formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More
LISTAMENN
T.d. Georges Braque, Pablo Picasso
LISTASAGA
KúbismiKúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Myndefnið er sett fram með rúmfræðilegum formum og flötum, stundum frá mörgum sjónarhornum samtímis. Stíll í málaralist sem birtist í því að umbreyta náttúrulegum formum í geómetrísk. Pablo Picasso og Georges Braque voru frumkvöðlar þessa stíls. More
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022