Skip to main content

OFFSETPRENT/TÖLVUÞRYKK

Er notað í prentiðnaði en líka við gerð myndverka. Þá kemur ál- eða zinkplata í stað steinsins en hún er meðfærilegri og gefur ýmiss konar nýja möguleika, til dæmis þegar unnið er með ljósmyndir. Aðferðin felst í því að mynd er lýst yfir á álplötu sem fest er á þrykkvals. Platan er bleytt og sverta borin á. Myndin færist af plötunni yfir á gúmmívals og af honum á pappírinn eins og í steinþrykki.