Skip to main content

ODDBOGI

Gotneski stíllinn er með oddboga í stað hringboga sem tíðkaðist hjá Rómverjum. Oddurinn myndast þegar tveir hringbogar skerast. Tæknilega er oddbogi sterkari en hringbogi því álagið sem myndast leitar meira niður á við en til hliðanna. Þess vegna þarf ekki eins mikinn ytri stuðning við oddboga og við hringboga. Því var hægt að gera veggina léttari og koma fyrir gluggum. Gotneskar byggingar eru þar af leiðandi mun bjartari en rómanskar byggingar.