Dýpt getur bæði vísað í dýpt myndbyggingarinnar s.s. litadýpt, fjarvíddartilfinningu og heildarmyndina. Listaverk með mikla dýpt hefur bæði forgrunn, miðrými og bakgrunn. Einnig er stundum talað um dýpt ef inntak myndefnisins hefur skýra djúpa samfélagslega skírskotun.