Skip to main content

DÚKRISTUR

Myndverk unnin með grafískri háþrykksaðferð þar sem mynd er skorin út í línóleumdúk með dúkskurðarhníf, svertu eða lit valsað yfir og síðan þrykkt á pappír. Línurnar sem skornar voru í dúkinn haldast þá hvítar en aðrir fletir þrykkjast í lit. Ef myndin á að þrykkjast í fleiri en einum lit þarf eina plötu fyrir hvern lit. Þessi aðferð hefur verið notuð í grafíklist frá því um 1920.
(e. linocuts) | Grafík