Skip to main content

BÓKVERK

Myndverk þar sem eiginleikar bókarinnar eru notaðir í myndlistarlegum tilgangi. Bókverk eru framleidd af listamönnum og eru yfirleitt gefin út í takmörkuðu, oftast tölusettu, upplagi en geta þó verið einstök. Margvísleg tækni hefur verið nýtt við gerð bókverka og er innihaldið ýmist myndir eða textar eða hvort tveggja. Blaðsíður sem hægt er að flétta einkenna flest bókverk. Gerð bókverka var stór þáttur í listsköpun ítalskra og rússneskra fútúrista og var tekinn upp á ný á sjötta áratugnum af listamönnum á borð við Ed Ruscha og Dieter Roth.
(e. artist’ books) | Bóklist