Skip to main content

Blönduð tækni

Myndverk þar sem blandað er saman mismunandi efnum og aðferðum. Listamenn geta í raun notað hvaða efni sem er í verk sín. Sumir skapa ólík verk hverju sinni eftir því hvað hentar á meðan aðrir vinna með ákveðna miðla og sérhæfa sig í þeim eins og til dæmis leirlist og textíl. Erfitt getur reynst að flokka verk þegar það er búið til með fjölbreyttum aðferðum og ólíkum efnum og því getur reynst vel að nefna að um blandaða tækni sé að ræða.
(e. mixed media) | Blönduð tækni