STUTT LÝSING
Nemendur útbúa klippimyndMyndir sem eru búnar til með því að líma saman ýmislegt efni, svo sem úrklippur úr dagblöðum, litaðan pappír og svo framvegis. Einnig kallað kollas. More úr grunnformum og skoða muninn á heitum og köldum litum.
HÆFNIVIÐMIÐ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar
Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:
- unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar,
- hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
- tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt,
- gengið frá eftir vinnu sína,
- lagt mat á eigin verk.
Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 4. bekkjar getur nemandi t.d.:
- nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræðiÖll listaverk eru byggð upp úr formum. Þeim er raðað á myndflöt eða í höggmynd og mynda heildstætt listaverk. Formfræði fjallar um tengslin á milli punkta, lína og flata sem mynda listaverkið. Með því að skoða form og tengslin á milli þeirra má læra margt um myndlist. More og myndbyggingar,
- skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
- útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki.
KVEIKJA
Kennari sýnir nemendum verk eftir listamenn sem nota grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More. Rætt um hvaða grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More sjáist á myndunum, stærð lögun, litanotkun, litatóna og/eða heita og kalda liti.
FRAMKVÆMD
Nemendum er skipt í þrjá hópa.
Einn hópur fær bakka með gulum og rauðum þekjulit og hver nemandi málar eins marga appelsínugula litatóna og hægt er á A3 pappír og fyllir algerlega út allt blaðið. Óþarfi er að blanda tónana í bakkanum heldur má dýfa penslinum í litina og blanda þeim um leið og málað er. Þau sem eru snögg geta gert fleiri blöð, jafnvel bara í grunnlitum. Annar hópurinn fær gulan og bláan og gerir græna litatóna og þriðji hópurinn fær rauðan og bláan og gerir fjólubláa litatóna. Blöðin eru látin þorna þar til í næsta tíma.
Fyrir næsta tíma sker kennarinn máluðu arkirnar niður í ca A5 eða A4 stærð (fer eftir nemendafjölda). Nemendur fá allir eina örk í hverjum lit. Þau teikna grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More á bakhlið blaðanna og klippa út (nýta blöðin vel). Síðan raða nemendur grunnformunum á karton og líma niður með límstifti. Einnig má nota málað undirlag í stað kartons.
Útfærsla klippimyndanna getur verið mismunandi t.d.:
Áhersla á litatóna: Nemendur nota grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More í einum litatóni og líma á karton í sama litatóni eða andstæðum lit.
Áhersla á heita og kalda liti: Nemendur velja sér grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More, annað hvort í heitum eða köldum litum og líma á heitt eða kalt karton. Sumir geta verið með heit formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More á heitum grunni eða heit formLögun sýnilegra forma geta bæði verið geometrísk eða lífræn. Form geta bæði verið huglæg og sýnileg. Huglæg form birtast ekki á myndfletinum heldur eru þau formin sem við sjáum fyrir okkur sem form, þegar augun mynda línur á milli mismunandi eininga á myndfletinum. Form hafa ólíka liti og ólíka áferð. More á köldum grunni eða öfugt.
Nemendur hafa frjálsar hendur með það hvernig þeir raða formunum, hvort þeir vinni hlutbundið eða óhlutbundið.
GÓÐ RÁÐ:
Gott er að nemendur hafi lítið box til að safna útklipptu formunum í.
Gott er að safna máluðum afklippum og gömlum ómerktum þekjulitamyndum og nýta í klippiverkefni.
UMRÆÐUSPURNINGAR
ALDUR
Yngsta stig
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, sköpun
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
2-3 x 80 mínútur
ÞVERFAGLEG TENGING
Samþættingarverkefni sjónlista og annarra greina eftir því hvernig verkefnið er útfært
EFNI OG ÁHÖLD
A2 karton í litatónum og/eða heitum og köldum litum
breiðir penslar
hvít blöð 120-170 gr., stærð 32 × 45 cm eða A3 til að mála á
litahringurMynd af flokkun litanna. Listamaðurinn Isaac Newton bjó til litablöndunarkerfi þar sem hann raðaði frumlitunum (grunnlitunum) í þríhyrning. Út frá þríhyrningnum teiknaði hann þrjá þríhyrninga sem hann málaði með þeim litum sem mynduðust þegar hann blandaði frumlitunum saman í jöfnu hlutfalli (annarsstigs litablöndun). Hornin á þeim þríhyrningum vísa inn í hringskífu með 12 afmörkuðum litaflötum eins og sést á myndinni. 3 frumlitir og 3 annarsstigs litir. Sitthvoru megin við annarsstigs litinn eru litafletir sem myndast þegar frumlitnum er blandað saman við annarsstigs litinn. More til útprentunar (ef vill)
límstifti
skæri
þekjulitirEru þekjandi vatnsleysanlegir litir sem eiga uppruna sinn í Frakklandi. Þeir eru útbúnir með því að blanda litadufti við vatn og bindiefni, s.s. arabískt gúmmí. More í grunnlitum
HUGTÖK
grunnformGrunnformin eru til í öllum litum og margskonar samsetningum. Tvívíð form eru hringur, ferningur og þríhyrningur. Þau hafa lengd og breidd. Þau eru líka til þrívíð en þá eru þau kúla, teningur og píramídi. Þau hafa lengd, breidd og hæð. More
heitir litir
kaldir litirEru þeir litir sem innihalda yfirgnæfandi magn af bláum, grænum eða fjólubláum litatónum. More
litatónnVísar til ólíkra tóna sama litar. Hver litur hefur marga tóna. More
LISTAMENN
Að eigin vali
LISTASAGA
Að eigin vali
HÖFUNDUR
ⓒ Sigrún Ólafsdóttir
Menntamálastofnun 2022