STUTT LÝSING
Hver er ég og hvernig hef ég þróast? Hver er sjálfsmyndPortrett sem listamaður málar eða teiknar af sjálfum sér. More mín?
Nemendur koma með afrit af ljósmyndum af sjálfum sér; allt frá myndum af sér sem óþekkjanlegum ungabörnum, gegnum æskuárin og ljúka seríunni á sjálfsmyndPortrett sem listamaður málar eða teiknar af sjálfum sér. More sem tekin er við vinnuna á verkefninu. Nemendur raða myndunum upp á spjald eða hengja á snúru í réttri tímaröð. Ofan eða neðan við hverja mynd skapar nemandinn smáverk: teikningu, málverk eða notar fundinn hlut sem hann tengir sérstaklega við myndina sem um ræðir. Aftan við tímalínuna hugsar nemandinn til framtíðar og skapar listaverk sem endurspeglar væntingar til þess sem koma skal. Ræða hugmyndir Aristótelesar um frónesis og farsæld og hvernig sjálfsskoðun skiptir máli í þroskanum?
MARKMIÐ
- vekja nemendur til meðvitundar um framgang tímans og áhrif hans á hluti og lífverur.
- þróa með nemendum tilfinningu fyrir innri tíma og ytri tíma.
- nemendur geti tjáð skynjun sína á framgangi tímans í listaverki.
HÆFNIVIÐMIÐ
Verkefnið stuðlar að því að við lok 10. bekkjar geti nemandi …
- valið á milli mismunandi aðferða við sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla (bls. 148 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og / eða rannsókn, myndrænt og/ eða í texta (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More og hönnunMótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld. More og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu,
- greint, borið saman og lýst ýmsum stílum og stefnum í myndlistList sem byggist á einhvers konar myndum, til að mynda málverk. More og hönnunMótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld. More, bæði á Íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem hann er sprottinn úr (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- greint hvernig samtímalistHugtakið samtímalist nær yfir list samtímans. Helsta einkenni hennar er frelsi listamannsins til þess að beita ólíkum stíl og tæknibrögðum. Þess vegna er hugtakið samtímalist fremur safnheiti en nafn á tiltekinni stefnu eða stíl. Listamenn dagsins í dag hafa nánast ótakmarkað val um efnivið og efnistök. Þeir geta málað hefðbundin olíumálverk, tekið ljósmyndir, sýnt gjörninga, unnið vídeóverk eða jafnvel notað demanta og dýrahræ í verk sín. Samtímalist er, rétt eins og eldri list, oft andsvar við eða þróun frá eldri stefnum eða stílum. Listamenn geta tjáð afstöðu sína með verkum sínum eða vakið áhorfendur til umhugsunar. More fæst við álitamálefni daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum sem oft fela í sér samþættingu listgreina (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- túlkað listaverk og hönnunMótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld. More með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismatMat á almennum verðmætum í lífinu, annaðhvort persónubundið eða háð félagshópum. More (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir)
- unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- hagnýtt þá sérhæfðu leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast á skapandi hátt og sýnt frumkvæði (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- tekið þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- skipulagt vinnu sína með sjálfbærni í huga (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- beitt þeirri tækniFærni eða aðferð í handverki og listum. More sem námsgreinin býr yfir á sjálfstæðan hátt (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- tjáð sig um verkefni sín með því að nota hugtök sem greinin býr yfir (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
- metið eigið verk og annarra og rökstutt álit sitt með þeim hugtökum sem viðkomandi námsgrein býr yfir (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list- og verkgreinar)
KVEIKJA
Áður en hafist er handa er tilvalið að sýna eitt eða fleiri myndbönd. Ræða um innihald þeirra og spyrja nemendur t.d.: Hvað gefa myndirnar til kynna? Hvað leiðir tíminn í ljós?
- MyndbandMyndbandið er talið síðasti framúrstefnumiðillinn í listum á 20. öld. Evrópskir og bandarískir listamenn hófu að gera tilraunir með miðilinn á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Fyrsta eiginlega myndbandsverkið gerði kóreski myndlistarmaðurinn Nam June Paik (1932-2006) sem nefndur hefur verið faðir vídeólistarinn árið 1965. More Nicholas Nixon: fjórar systur – fjörutíu ár. Leitarorð: The Brown Sisters Morph: 40 years in 4 minutes | Forty Portraits in Forty Years – The New York Times
- Carrie Mae Weems og serían The kitchen table. Þar má skoða þróun yfir tíma þar sem endurtekningin er höfð að leiðarljósi. Leitarorð: Carrie Mae Weems The kitchen table
- Verk Roman Opalka sem notar sjálfsmyndir og telur andartök lífsins með því að mála númer á striga með hvítum lit á svartan bakgrunn. Opalka hóf ferlið 1965 og því lauk við andlát hans 2011. Aðferð Opalka, að dýfa penslinum í málningu við upphaf hverrar nýrrar tölu, skapar athyglisvert mynsturMynstur er gert með því að endurtaka sömu formin eða litina aftur og aftur á sama hátt. Hugurinn leitar þá ósjálfrátt eftir reglu í endurtekningunni og greinir mynstur. Mynstur er reglulegt þegar endurtekningin er alltaf eins en ef að listamaðurinn endurtekur formin og litina á ólíkan máta er mynstrið óreglulegt. More sem tekur breytingum eftir því sem fram líða stundir. Hann lýsti bakgrunninn í hverju nýju verki um 1% þannig að yfirbragðs hvers listaverks varð ljósara með tímanum. Við lok hvers málverks tók hann af sér ljósmynd. Opalka sagði: „[…] það sem ég kalla sjálfsmyndPortrett sem listamaður málar eða teiknar af sjálfum sér. More er sett saman af þúsundum vinnudaga. Hver og einn samsvarar ákveðinni tölu og því andartaki sem ég hætti að mála.“ Leitarorð: Roman Opalka black and white photography
VINNUSTOFA
Tíminn
ALDUR:
Unglingastig
GRUNNÞÆTTIR:
Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun.
ÞVERFAGLEG TENGING:
Íslenska: Ritunarverkefni sem byggir á þroskaferli okkar. „Hvað hef ég lært af reynslu minni og hvers vegna?“
Samfélagsfræði: Sýna myndir t.d. af hval/fisk þar sem í ljós hefur komið plastagnir eða hlutir þegar innyfli hans hafa verið könnuð.
Náttúrufræði: setja aldur jarðlaga og nánasta umhverfis í samhengi við þann stutta tíma sem við höfum verið á Jörðinni.
Textílmennt: Tíminn er mikilvægt atriði þegar um er að ræða sköpun; t.d. við vefnað eða prjón. Hvernig hefur tíminn áhrif á efni?
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
6 x 40 mínútur
EFNI OG ÁHÖLD
- ljósmyndir af nemendum; andlitsmyndir
- pappír, karton, pappi
- litir, blýantar
- strokleður
- málning
- snæri
- sími með myndavél
- prentari
- efnisveita með fundnum hlutum og tilfallandi afgöngum úr verkgreinastofum. Einnig má hvetja nemendur til að koma með fundna hluti að heiman sem gætu verið notadrjúgir í verkefninu.
LISTAMENN / HÖNNUN
Carrie Mae Weems
Nicholas Nixon
Roman Opalka
Verkefnið
Kennslustund 1–2
Byrjað er á kveikju þar sem kennari kynnir markmið og hugmyndir verkefnisins og ræðir við nemendur um inntakið. Hver er ég, hvernig hef ég þróast, hvað mun verða? Hvað hefur áhrif á mig? Í framhaldinu verða kynntir til sögunnar valdir listamenn og sýnd viðtöl (kveikjur). Hópurinn notar viðtalið/myndböndin sem samræðukveikju til heimspekilegrar greiningar. Til að hjálpa samræðunni má greina nokkra hluti og fyrirbæri sem allir kannast við og hvernig það breytist í tímans rás, eins og epli, hafið, sauðkind, hugmynd, vinur, Jörðin, blóm, bók, egg, barn, fjall og jökull. Spyrja: Hvað breytist með tímanum? Hvernig breytist það? Hvað breytist ekki?
Kennslustund 3–4
Nemendur koma með 5 ljósmyndir af sjálfum sér á mismunandi aldri að heiman og skoða saman. Setja má upp þraut, með því að hengja upp elstu myndirnar af þeim og þeir giska á hver er á hverri mynd. Hver og einn nemandi fer síðan í að raða myndunum af sér upp og hugsa um hvernig þeir vilja útfæra verkefnið.
Kennslustund 5–6
Hver og einn nemandi útbýr hugarkort fyrir hverja mynd og tengir við atburði og atvik frá sama tíma. Nemendur vinna skissur og smámyndir upp úr hugarkortunum sem þeir tengja við ljósmyndirnar. Þeir staldra við og ræða framgang verkanna saman – skiptast á skoðunum og hugmyndum sem þeir geta mögulega nýtt sér í framhaldinu.
Kennslustund 7–8
Nemendur vinna áfram að verkinu og ljúka því og hefja uppsetningu á sýningunni „Hver er ég?“ í skólanum.
Umræðuspurningar
- Hvar liggja mörkin á milli listarinnar og lífsins sjálfs?
- Hvað lærðuð þið um ykkur sjálf í ferlinu?
- Hvers vegna eru sum atvik/tímaskeið í lífi okkur ofar í huga en önnur?
- Hvernig getið þið nýtt það sem þið lærðuð/hugsuðuð/heyrðuð í framtíðinni?