STUTT LÝSING
Verkefnið byggir á samræðuleik (40 mínútur) sem hefst á spurningunni: Manstu þegar …? Nemendur leggja spurninguna hvor fyrir annan og skapa listaverk á grunni minninga sem aðrir eiga.
Tilvalin samstarfsverkefni
Lífsleikni: Hér má byggja á grundvallarhugmyndinni „ég/aðrir“: Hver er ég? Hvernig gengur mér að setja mig í spor annarra? Veröldin með augum annarra og veröldin með mínum augum. Hvað gerist innra með okkur þegar við deilum reynslu okkar með öðrum?
Samfélagsfræði: Hér má hugsa á svipuðum nótum og í lífsleikni en víkka hugmyndina út og setja sig í spor fólks á öðrum menningarsvæðum og jafnvel öðrum tímaskeiðum, einkum með það í huga að skilja betur þróun og atburði sem okkur eru fjarlægir í tíma og rúmi. Skóli sem á í samstarfi við skóla erlendis gæti hvatt nemendur til að skiptast á minningum sem yrðu grundvöllur að listaverkum.
MARKMIÐ
Að gera minningar sýnilegar í gegnum sköpun.
Að nemendur geti sett sig í spor annarra og fái innsýn í reynsluheim þeirra.
Að nemendur útskýri á einfaldan hátt hvernig umhverfið og það efni sem unnið var með hafði áhrif á listsköpunina.
Að nemendur geti sett minningar í samhengi við nútíðina.
Að nemendur geti tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með teikningu með tengingu við eigin reynslu.
Að nemendur öðlist skilning á samspili minninga og ímyndunarafls.
HÆFNIVIÐMIÐ
Verkefnið stuðlar að því að við lok 4. bekkjar geti nemandi …
- skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir).
- unnið út frá kveikju við eigin listsköpun (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir).
- tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt (bls. 149 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir).
- nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræðiÖll listaverk eru byggð upp úr formum. Þeim er raðað á myndflöt eða í höggmynd og mynda heildstætt listaverk. Formfræði fjallar um tengslin á milli punkta, lína og flata sem mynda listaverkið. Með því að skoða form og tengslin á milli þeirra má læra margt um myndlist. More og myndbyggingar (bls. 148 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir).
- unnið einföld verkefni í hópi (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir list og verkgreinar).
- unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar (bls. 142 – sameiginleg hæfniviðmið fyrir fyrir list og verkgreinar).
- tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt (bls. 142 – hæfniviðmið fyrir sjónlistir).
- bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum (bls. 199 – hæfniviðmið fyrir samfélagsgreinar).
- sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum (bls. 201 – hæfniviðmið fyrir samfélagsgreinar).
KVEIKJA
Nemendur sitja í hring og fara í keðjuleik. Kennari spyr þann nemanda sem situr á vinstri hönd: Manstu þegar þú fórst í sumarfrí/til útlanda/í lautarferð/til tannlæknis/á ströndina? Nemandinn svarar: [Já] eða [Nei] eftir atvikum. Ef svarið er já, þá spyr kennarinn: Hvað var eftirminnilegast? og nemandinn svarar því og segir frá. Þetta gæti orðið upphafið að stuttu spjalli um minningarnar. Leikurinn heldur síðan áfram með því að nemandinn sem svaraði spyr næsta nemanda „Manstu þegar …?“ og svo koll af kolli.
VINNUSTOFA
Minningar
ALDUR
Öll aldursstig (verkefnið má aðlaga hvaða aldurshópi sem er)
GRUNNÞÆTTIR
Læsi, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun
ÞVERFAGLEG TENGING
Lífsleikni, samfélagsfræði
FJÖLDI KENNSLUSTUNDA
Að lágmarki 6 x 40 mínútur
EFNI OG ÁHÖLD
Pappír, olíupastel, blýantar, strokleður
HUGTÖK
minning
LISTAMENN / HÖNNUN
Anna Hrund Másdóttir
Birgir Snæbjörn Birgisson
Bjarki Bragason
Hulda Hákon
Magnús Pálsson
Olga Bergmann
Verkefnið
Kennslustundir 1–2
Byrjað er á kveikju. Síðan mynda nemendur tveggja til fjögurra manna hópa og skiptast á minningum. Sérstök áhersla er á að vekja athygli á þeirri tilfinningu sem fylgir minningunni. Sérhver nemandi skrifar niður lýsingu á minningu viðkomandi – það er tilvalið að hafa við höndina verkefnablað með auðum línum. Þegar nemendur hafa skipst á minningum sínum hefst vinnan við útfærsluna en hún er byggð á lýsingunni sem nemendur skráðu hjá sér. Að vissu leyti má segja að nemendur fari hér í hlutverk ævisagnaritara sem reynir að gera reynslu viðmælanda síns sýnilega og aðgengilega öðrum. Á þessu stigi er mikilvægt að hvetja nemendur til að byrja að gera tilraunir, að gera skissur að útfærslu.
Kennslustundir 3–4
Skissurnar frá fyrstu tveimur kennslustundunum eru skoðaðar og útfærslur ræddar. Í raun má vinna í hvaða efnivið sem er en hér er lagt til að vinna verkið með olíupastel (klessulitum). Mikilvægt er að nota vandaða liti þar sem litablöndun er auðveldari og litirnir eru mun drýgri en ódýrari litir.
Önnur hugmynd væri að nota litaðan pappír og búa til klippimyndMyndir sem eru búnar til með því að líma saman ýmislegt efni, svo sem úrklippur úr dagblöðum, litaðan pappír og svo framvegis. Einnig kallað kollas. More. Við úrvinnsluna þarf að huga að því að sérhvert atriði í minningunni fái rýmiRými er þegar tvívíð form eru látin mynda tilfinningu fyrir rúmmáli og vídd. Bakgrunnur er mjög mikilvægur í rými myndverks. Það fer eftir bakgrunninum hvernig við upplifum rýmið hvort það hefur dýpt og sýnir perspektíf. Í þrívíðum verkum skiptir umhverfi verksins miklu máli því að rýmið í kringum verkið hefur áhrif á hvernig við upplifum fleti og form. Jákvætt rými er aðalatriði myndflatar eða rýmisverks. Neikvætt rými er rýmið sem myndast í kringum aðalatriðið. More í myndinni. Þannig má ræða við nemendur hvernig myndbyggingÖll listaverk eru með eina ríkjandi myndbyggingu. Þegar myndbygging er rædd er vísað í alla uppbyggingu myndverksins með því að fjalla t.d. um liti, fleti, línur, stefnu, hreyfingu, dýpt, rými, forgrunn, bakgrunn, miðrými. More hefur áhrif og hvernig best sé að segja söguna sem um ræðir, hér þarf þó að hafa aldur nemenda í huga. Í þessu samhengi þarf einnig að ræða hvernig tilfinningunni sem býr að baki minningunni sé best miðlað. Þar getur litanotkun skipt höfuðmáli.
Kennslustundir 5–6
Áfram er unnið að útfærslu listaverksins. Athugið að á þessu stigi kemur í ljós að sumir nemendur leggja mikla vinnu í verkið og þarfnast talsvert lengri tíma en aðrir. Að sama skapi eru aðrir fljótir að afgreiða verkið en slíkt gefur kennaranum tækifæri til samræðna við nemendur um verkið og útfærslu þess. Þetta getur þýtt að gefa þurfi úrvinnslunni lengri tíma en áætlað er hér en það er í höndum hvers kennara að taka slíkar ákvarðanir. Lokahnykkurinn á verkefninu felst í því að hengja verkin upp þar sem hópurinn skoðar þau saman. Þar gefst tækifæri til að ræða nánar hvernig listafólkinu tókst að miðla minningum annarra.
Hugmynd að flóknari útfærslu verkefnisins
Ef áhugi er fyrir hendi má bjóða nemendum að vinna eigið listaverk á grunni eigin minningar til viðbótar við það verk sem samnemandi vann. Þá hafa verið unnin tvö ólík verk á grundvelli sömu hugmyndar/minningar. Það er því tilvalið að hvetja nemendur til að bera saman, t.d. í samræðu í hópi, verkin tvö og lýsa þeim mun sem þau sjá í verkunum og hvernig sá munur hefur áhrif á upplifun. Annars vegar af verkinu og hins vegar af sjálfri minningunni. Þessi umfangsmeiri gerð verkefnisins krefst lengri tíma og þarf því að skipuleggja verkefnið með hliðsjón af því. Hér skiptir aldurinn einnig máli sem og samsetningTengsl milli hluta á myndfleti. Formræn uppbygging teikningar eða málverks. More hópsins.
Umræðuspurningar
Þekkið þið ykkar eigin minningu í listaverkinu sem samnemandi skapaði?
Finnst ykkur þetta vera ykkar eigin minning? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
Hvernig tilfinning er það að setja sig í spor annarra og reyna að rifja upp minningu annarrar manneskju? Hvernig gekk það? Var það erfitt/auðvelt? Hvers vegna?