Skip to main content

ÞURRNÁL

Grafísk djúpþrykksaðferð, notuð frá lokum 15. aldar, og felst í því að rista mynd á kopar- eða sinkplötu með hvassri nál sem gefur af sér loðna línu, þ.e. nálaroddurinn er umlukinn smáköntum úr kopar. Þegar svertan er borin á plötuna fer hún ofan í línuna og situr einnig eftir á köntunum í kring, sem gefa línunni meiri breidd og mýkri áferð.